Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2021 22:57 Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss. Einar Árnason Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. Frá því síðastliðið haust hafa milli þrjátíu og fjörutíu manns unnið að uppbyggingunni og allt upp í fimmtíu manns, þegar mest hefur gengið á. Að framkvæmdinni stendur fyrirtækið Rifós sem er í eigu Fiskeldis Austfjarða. „Hér er verið að byggja stórseiðastöð fyrir laxaseiði,“ sagði Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Seiðin verði síðan flutt til áframeldis í sjókvíum austur á fjörðum. Aðalbyggingin er 2.400 fermetrar að stærð.Einar Árnason Ef áform fyrirtækisins ganga eftir er þetta bara byrjunin. „Vonandi fáum við leyfi til þess að byggja hér fjögur hús. Þannig að hugmyndirnar eru miklar.“ -Hvað mun þetta veita mörgum störf þegar þetta verður allt komið í gang? „Við reiknum með tuttugu starfsmönnum hérna. Við erum þegar búnir að ráða sex til að vinna hér í þessu húsi,“ svarar Fannar. Laxaseiði eru komin fyrstu kerin.Einar Árnason Hann segir góðar aðstæður á Kópaskeri fyrir þessa starfsemi. „Hér er þetta náttúrlega byggt út af þessum heita sjó sem er hérna. Þannig að þetta eru kjöraðstæður fyrir stórseiðaeldi.“ Starfsemin er þegar hafin, vatn er komið í fyrstu kerin. „Og fyrstu prufuseiðin mætt. Lítur allt mjög vel út,“ segir Fannar. Nánar í frétt Stöðvar 2, sem send var út beint frá Kópaskeri: Fiskeldi Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. 24. júlí 2020 19:48 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Frá því síðastliðið haust hafa milli þrjátíu og fjörutíu manns unnið að uppbyggingunni og allt upp í fimmtíu manns, þegar mest hefur gengið á. Að framkvæmdinni stendur fyrirtækið Rifós sem er í eigu Fiskeldis Austfjarða. „Hér er verið að byggja stórseiðastöð fyrir laxaseiði,“ sagði Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Seiðin verði síðan flutt til áframeldis í sjókvíum austur á fjörðum. Aðalbyggingin er 2.400 fermetrar að stærð.Einar Árnason Ef áform fyrirtækisins ganga eftir er þetta bara byrjunin. „Vonandi fáum við leyfi til þess að byggja hér fjögur hús. Þannig að hugmyndirnar eru miklar.“ -Hvað mun þetta veita mörgum störf þegar þetta verður allt komið í gang? „Við reiknum með tuttugu starfsmönnum hérna. Við erum þegar búnir að ráða sex til að vinna hér í þessu húsi,“ svarar Fannar. Laxaseiði eru komin fyrstu kerin.Einar Árnason Hann segir góðar aðstæður á Kópaskeri fyrir þessa starfsemi. „Hér er þetta náttúrlega byggt út af þessum heita sjó sem er hérna. Þannig að þetta eru kjöraðstæður fyrir stórseiðaeldi.“ Starfsemin er þegar hafin, vatn er komið í fyrstu kerin. „Og fyrstu prufuseiðin mætt. Lítur allt mjög vel út,“ segir Fannar. Nánar í frétt Stöðvar 2, sem send var út beint frá Kópaskeri:
Fiskeldi Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. 24. júlí 2020 19:48 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. 24. júlí 2020 19:48
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45