Skoraði þrennu í sjö marka tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 14:00 Barbra Banda átti frábæran leik í sjö marka tapi Sambíu í kvöld. Pablo Morano/Getty Images Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira