Nokkur orð um Útey Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:45 Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun