Öruggt hjá norska liðinu í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:15 Þórir Hergeirsson vonast eftir öðru Ólympíugulli sínu sem þjálfari norska liðsins. Getty/Oliver Hardt Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan 39-27 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira