Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 14:53 Í heimsfaraldri eru flestir farnir að kannast við samskiptaforritið Zoom. Getty/Rafael Henrique Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna. Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna.
Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira