Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 13:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks Vísir/ArnarHalldórs Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira