Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:30 Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun