Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 16:46 Það eiga allir að geta notið unaðslegra stunda með sjálfum sér og öðrum. Getty Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“ Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira