Kanadísku stelpurnar Ólympíumeistarar eftir vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 14:55 Kandadísku stelpurnar Deanne Rose og Shelina Zadorsky fagna sigri í vítakeppninni. AP/Fernando Vergara Kanada tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Svíþjóð í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Sjá meira
Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Sjá meira