Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli Kári Stefánsson skrifar 6. ágúst 2021 16:30 Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun