Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli Kári Stefánsson skrifar 6. ágúst 2021 16:30 Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar