Börn sem kosta Birna Eik Benediktsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar