Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano staðfesti tíðindin í dag. Í nótt bárust fregnir þess efnis að Barcelona hefði gert lokatilraun til að halda Messi í sínum röðum en um falsfréttir var að ræða samkvæmt The Athletic.
Both Barca & sources close to Messi deny an overnight proposal to remain at Barcelona. PSG continuing to finalise contract. So we are either witnessing the most elaborate bluff sport has seen, or (more likely) he will be announced at PSG today/tomorrow https://t.co/XtCcTlA0t3
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 10, 2021
Nú árla morguns var svo staðfest að Messi hafi náð samkomulagi við París og ætti hann að vera tilkynntur sem leikmaður liðsins síðar í dag. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning með möguleika á ári til viðbótar.
Hann fær 25 milljónir evra við að skrifa undir og sömu upphæð fyrir hvert ár sem hann spilar. Alls gæti því samningur til þriggja ára skilað Argentínumanninum tæpum 100 milljónum evra.
Lionel Messi joins PSG... HERE WE GO! Total agreement completed on a two-years contract. Option to extend until June 2024. Salary around 35m net per season add ons included. #Messi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2021
Messi has definitely accepted PSG contract proposal and will be in Paris in the next hours. pic.twitter.com/DiM5jNzxTA
Hinn 34 ára gamli Messi hefur allan sinn feril leikið með Barcelona en vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins gat það ekki haldið honum sökum þess hversu himinháum launum hann var á.
Messi hefur því ákveðið að söðla um og færa sig um set til Parísar þar sem hann fær ágætlega borgað fyrir vinnu sína og á möguleika á að vinna alla þá titla sem eru í boði.