Hvernig mun Pochettino stilla upp ofurliði PSG? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 11:01 Mauricio Pochettino er þegar farinn að velta því fyrir sér hvað besta byrjunarlið PSG gæti verið. vísir/getty Lionel Messi er orðinn leikmaður París-Saint Germain. Samningurinn er undirritaður og maðurinn sem hefur verið ímynd Barcelona, og ímynd Katalóníu í hartnær tvo áratugi er mættur til Parísar að spila fyrir olíuveldið PSG. Sumarglugginn hjá Parísarliðinu hefur verið með hreint út sagt ólíkindum. Gianluigi Donnarumma, besti leikmaður Evrópumótsins, kom á frjálsri sölu frá AC Milan. Hinn titlaóði Sergio Ramos kom á frjálsri sölu frá Real Madrid. Gini Wijnaldum kom á frjálsri sölu frá Liverpool. Achraf Hakimi, einn mest spennandi bakvörður heims, kom fyrir 60 milljónir evra (gæti hækkað upp í rúma 71 milljón) frá Ítalíumeisturum Inter Milan. Að lokum kom svo einn - ef ekki sá - besti knattspyrnumaður sögunnar, Lionel Messi, á frjálsri sölu frá Barcelona. PSG s window was wild pic.twitter.com/a1TTJrNBGM— B/R Football (@brfootball) August 10, 2021 Ekki var nú leikmannahópur PSG eitthvað slor fyrir. Það er því eðlilegt að velta fyrir sér hvernig Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, ætlar sér að stilla upp í vetur og hvernig ætlar hann að fara að því að halda öllum þessum prímadonnum ánægðum. Auðvelda leiðin fyrir Poch er að stilla einfaldlega upp 11 bestu leikmönnunum liðsins og vona það besta. Að stilla upp bestu 11 leikmönnunum þýðir hins vegar ekki alltaf að besta liðið sé inn á vellinum. Samkvæmt The Athletic eru forráðamenn félagsins tilbúnir að selja allt að tíu leikmenn svo ef til vill þarf Poch ekki að friða of margar pirraðar prímadonnurnar sem fá ekki mínútur í upphafi móts. Það er hins vegar deginum ljósara að pressan á að vinna Meistaradeild Evrópu var að aukast til muna. Eitthvað sem hvorki PSG né Poch hefur tekist til þessa á ferlinum. PSG vann franska bikarinn í fyrra. Í ár á að vinna alla titla sem eru í boði.John Berry/Getty Images Pochettino hefur stillt upp í tvö mismunandi leikkerfi til þessa á leiktíðinni. Í 0-1 tapinu gegn Lille í hinum árlega leik Meistarar Meistaranna stillti hann liðinu upp í 4-3-3 leikkerfi. Í næsta leik, naumum 2-1 sigri á Troyes í fyrsta leik í deild, var stillt upp í 4-3-1-2 leikkerfi. Það er óljóst hvernig Poch stillir upp með allar stórstjörnur sínar og eflaust má þræta fram og til baka um hver uppstillingin sé en hér að neðan má sjá hvaða 11 leikmenn eru líklegastir til að mynda byrjunarlið PSG á komandi vikum. Líklegt byrjunarlið PSG í vetur [4-3-3] Markvörður Donnarumma verður í markinu. Það er engin spurning. Hann er að mæta sem Evrópumeistari og besti maður mótsins. Þá er hann aðeins 22 ára gamall og mun eflaust eiga að verja mark PSG næsta áratuginn eða svo. Hinn 34 ára gamli Keylor Navas þarf því að sætta sig við að verma tréverkið. Varnarlína Achraf Hakimi verður í stöðu hægri bakvarðar. Frábær leikmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með Real Madrid, Borussia Dortmund og Inter Milan sem og PSG. Hann byrjar með látum en Hakimi skoraði fyrra mark liðsins gegn Troyes. Í stöðu vinstri bakvarðar verður Juan Bernat líkt og á síðustu leiktíð. Í miðverði verða svo þeir Sergio Ramos og Presnel Kimpembe, varafyrirliði. Á bekknum má svo finna fjöldan allan af leikmönnum sem vilja eflaust spila meira en nokkrar mínútur hér og þar. Colin Dagba getur leyst Hakimi af hólmi, sömu sögu er að segja af Layvin Kurzawa og Abdou Diallo vinstra megin. Djúpur á miðju verður þá að öllum líkindum Marquinhos, fyrirliði liðsins, en hann getur þó alltaf dottið niður í miðvörð ef þess þarf. Thilo Kehrer verður svo fjórði valmöguleiki í miðvörðinn. Miðjumenn Marquinhos verður á miðjunni og þar fyrir framan verða Evrópumeistarinn Marco Veratti og Georginio Wijnaldum. Leikmenn á borð við Idrissa Gana Gueye, Ander Herrera, Danilo Pereira og Leandro Paredes verða að sætta sig við að verma varamannabekkinn eða róa á önnur mið. Framlína Það er ljóst að Neymar, Lionel Messi og Kylian Mbappé verða fremstu þrír. Í hvaða stöðum nákvæmlega verður einfaldlega að koma í ljós. Ef Pochettino vill beinskeyttari sóknarleik getur hann bætt Ángel Di María við en sá tryggði Argentínu sigur í Suður-Ameríkubikarnum í sumar og hefur reynst PSG töluvert betur en fyrrum vinnuveitanda sínum. Ef þessir þrír eru ekki að standa sig þá er 60 milljón evra framherjinn Mauro Icardi á bekknum sem og spænski landsliðsmaðurinn Pablo Sarabia Líklegt byrjunarlið PSG. Ef þetta er ekki nóg þá er talið að félagið hafi augastað á Paul Pogba eða hinum unga og efnilega Eduardo Camavinga hjá Rennes. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld. 10. ágúst 2021 20:47 Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30. 11. ágúst 2021 07:30 Messi veifaði til stuðningsmannanna í París og allt varð vitlaust Lionel Messi er kominn til Parísar til að ganga frá sínum málum og verður hann kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain liðsins í fyrramálið. 10. ágúst 2021 15:10 Stór augu og myndband sem segir eiginlega allt á miðlum PSG Paris Saint Germain fór langt með að staðfesta Lionel Messi á miðlum sínum. 10. ágúst 2021 13:56 Hefði ekki mátt spila launalaust með Barcelona Lionel Messi hefur yfirgefið spænska stórveldið Barcelona og mun að öllum líkindum semja við franska knattspyrnufélagið París-Saint Germain síðar í dag. Vegna regluverks La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, gátu Börsungar ekki samið við Argentínumanninn á nýjan leik þar sem hann hefði ekki mátt spila launalaust með félaginu. 9. ágúst 2021 08:00 Messi var viss um að hann yrði áfram: „Erfiðasta augnablikið á ferlinum“ Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi segist hafa gert allt sem hann gat til að vera áfram í herbúðum Barcelona á Spáni en að reglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert það að verkum að samningmálin gengu ekki upp. Hann kveður félagið eftir 21 ár í Katalóníu. 8. ágúst 2021 11:25 Messi kveður Barcelona með tárum Lionel Messi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir katalónska fótboltaliðið Barcelona. Hann er á blaðamannafundi í beinni frá Nývangi. 8. ágúst 2021 10:22 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Sumarglugginn hjá Parísarliðinu hefur verið með hreint út sagt ólíkindum. Gianluigi Donnarumma, besti leikmaður Evrópumótsins, kom á frjálsri sölu frá AC Milan. Hinn titlaóði Sergio Ramos kom á frjálsri sölu frá Real Madrid. Gini Wijnaldum kom á frjálsri sölu frá Liverpool. Achraf Hakimi, einn mest spennandi bakvörður heims, kom fyrir 60 milljónir evra (gæti hækkað upp í rúma 71 milljón) frá Ítalíumeisturum Inter Milan. Að lokum kom svo einn - ef ekki sá - besti knattspyrnumaður sögunnar, Lionel Messi, á frjálsri sölu frá Barcelona. PSG s window was wild pic.twitter.com/a1TTJrNBGM— B/R Football (@brfootball) August 10, 2021 Ekki var nú leikmannahópur PSG eitthvað slor fyrir. Það er því eðlilegt að velta fyrir sér hvernig Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, ætlar sér að stilla upp í vetur og hvernig ætlar hann að fara að því að halda öllum þessum prímadonnum ánægðum. Auðvelda leiðin fyrir Poch er að stilla einfaldlega upp 11 bestu leikmönnunum liðsins og vona það besta. Að stilla upp bestu 11 leikmönnunum þýðir hins vegar ekki alltaf að besta liðið sé inn á vellinum. Samkvæmt The Athletic eru forráðamenn félagsins tilbúnir að selja allt að tíu leikmenn svo ef til vill þarf Poch ekki að friða of margar pirraðar prímadonnurnar sem fá ekki mínútur í upphafi móts. Það er hins vegar deginum ljósara að pressan á að vinna Meistaradeild Evrópu var að aukast til muna. Eitthvað sem hvorki PSG né Poch hefur tekist til þessa á ferlinum. PSG vann franska bikarinn í fyrra. Í ár á að vinna alla titla sem eru í boði.John Berry/Getty Images Pochettino hefur stillt upp í tvö mismunandi leikkerfi til þessa á leiktíðinni. Í 0-1 tapinu gegn Lille í hinum árlega leik Meistarar Meistaranna stillti hann liðinu upp í 4-3-3 leikkerfi. Í næsta leik, naumum 2-1 sigri á Troyes í fyrsta leik í deild, var stillt upp í 4-3-1-2 leikkerfi. Það er óljóst hvernig Poch stillir upp með allar stórstjörnur sínar og eflaust má þræta fram og til baka um hver uppstillingin sé en hér að neðan má sjá hvaða 11 leikmenn eru líklegastir til að mynda byrjunarlið PSG á komandi vikum. Líklegt byrjunarlið PSG í vetur [4-3-3] Markvörður Donnarumma verður í markinu. Það er engin spurning. Hann er að mæta sem Evrópumeistari og besti maður mótsins. Þá er hann aðeins 22 ára gamall og mun eflaust eiga að verja mark PSG næsta áratuginn eða svo. Hinn 34 ára gamli Keylor Navas þarf því að sætta sig við að verma tréverkið. Varnarlína Achraf Hakimi verður í stöðu hægri bakvarðar. Frábær leikmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með Real Madrid, Borussia Dortmund og Inter Milan sem og PSG. Hann byrjar með látum en Hakimi skoraði fyrra mark liðsins gegn Troyes. Í stöðu vinstri bakvarðar verður Juan Bernat líkt og á síðustu leiktíð. Í miðverði verða svo þeir Sergio Ramos og Presnel Kimpembe, varafyrirliði. Á bekknum má svo finna fjöldan allan af leikmönnum sem vilja eflaust spila meira en nokkrar mínútur hér og þar. Colin Dagba getur leyst Hakimi af hólmi, sömu sögu er að segja af Layvin Kurzawa og Abdou Diallo vinstra megin. Djúpur á miðju verður þá að öllum líkindum Marquinhos, fyrirliði liðsins, en hann getur þó alltaf dottið niður í miðvörð ef þess þarf. Thilo Kehrer verður svo fjórði valmöguleiki í miðvörðinn. Miðjumenn Marquinhos verður á miðjunni og þar fyrir framan verða Evrópumeistarinn Marco Veratti og Georginio Wijnaldum. Leikmenn á borð við Idrissa Gana Gueye, Ander Herrera, Danilo Pereira og Leandro Paredes verða að sætta sig við að verma varamannabekkinn eða róa á önnur mið. Framlína Það er ljóst að Neymar, Lionel Messi og Kylian Mbappé verða fremstu þrír. Í hvaða stöðum nákvæmlega verður einfaldlega að koma í ljós. Ef Pochettino vill beinskeyttari sóknarleik getur hann bætt Ángel Di María við en sá tryggði Argentínu sigur í Suður-Ameríkubikarnum í sumar og hefur reynst PSG töluvert betur en fyrrum vinnuveitanda sínum. Ef þessir þrír eru ekki að standa sig þá er 60 milljón evra framherjinn Mauro Icardi á bekknum sem og spænski landsliðsmaðurinn Pablo Sarabia Líklegt byrjunarlið PSG. Ef þetta er ekki nóg þá er talið að félagið hafi augastað á Paul Pogba eða hinum unga og efnilega Eduardo Camavinga hjá Rennes.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld. 10. ágúst 2021 20:47 Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30. 11. ágúst 2021 07:30 Messi veifaði til stuðningsmannanna í París og allt varð vitlaust Lionel Messi er kominn til Parísar til að ganga frá sínum málum og verður hann kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain liðsins í fyrramálið. 10. ágúst 2021 15:10 Stór augu og myndband sem segir eiginlega allt á miðlum PSG Paris Saint Germain fór langt með að staðfesta Lionel Messi á miðlum sínum. 10. ágúst 2021 13:56 Hefði ekki mátt spila launalaust með Barcelona Lionel Messi hefur yfirgefið spænska stórveldið Barcelona og mun að öllum líkindum semja við franska knattspyrnufélagið París-Saint Germain síðar í dag. Vegna regluverks La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, gátu Börsungar ekki samið við Argentínumanninn á nýjan leik þar sem hann hefði ekki mátt spila launalaust með félaginu. 9. ágúst 2021 08:00 Messi var viss um að hann yrði áfram: „Erfiðasta augnablikið á ferlinum“ Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi segist hafa gert allt sem hann gat til að vera áfram í herbúðum Barcelona á Spáni en að reglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert það að verkum að samningmálin gengu ekki upp. Hann kveður félagið eftir 21 ár í Katalóníu. 8. ágúst 2021 11:25 Messi kveður Barcelona með tárum Lionel Messi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir katalónska fótboltaliðið Barcelona. Hann er á blaðamannafundi í beinni frá Nývangi. 8. ágúst 2021 10:22 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld. 10. ágúst 2021 20:47
Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30. 11. ágúst 2021 07:30
Messi veifaði til stuðningsmannanna í París og allt varð vitlaust Lionel Messi er kominn til Parísar til að ganga frá sínum málum og verður hann kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain liðsins í fyrramálið. 10. ágúst 2021 15:10
Stór augu og myndband sem segir eiginlega allt á miðlum PSG Paris Saint Germain fór langt með að staðfesta Lionel Messi á miðlum sínum. 10. ágúst 2021 13:56
Hefði ekki mátt spila launalaust með Barcelona Lionel Messi hefur yfirgefið spænska stórveldið Barcelona og mun að öllum líkindum semja við franska knattspyrnufélagið París-Saint Germain síðar í dag. Vegna regluverks La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, gátu Börsungar ekki samið við Argentínumanninn á nýjan leik þar sem hann hefði ekki mátt spila launalaust með félaginu. 9. ágúst 2021 08:00
Messi var viss um að hann yrði áfram: „Erfiðasta augnablikið á ferlinum“ Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi segist hafa gert allt sem hann gat til að vera áfram í herbúðum Barcelona á Spáni en að reglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert það að verkum að samningmálin gengu ekki upp. Hann kveður félagið eftir 21 ár í Katalóníu. 8. ágúst 2021 11:25
Messi kveður Barcelona með tárum Lionel Messi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir katalónska fótboltaliðið Barcelona. Hann er á blaðamannafundi í beinni frá Nývangi. 8. ágúst 2021 10:22