Telur ótækt að láta veiruna ganga óhindraða um samfélagið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 17:55 Svandís ræddi við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Vísir/Sigurjón Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að á hverjum degi sé unnið að því að bregðast við stöðunni á Landspítalanum, en líkt og fjallað hefur verið um eru blikur á lofti um hvort spítalinn ráði við mikið fleiri innlagnir af völdum Covid-19. Hún segir ljóst að óhindruð útbreiðsla myndi valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið. „Við erum að gera eitthvað á hverjum einasta degi og erum í raun og veru í mjög þéttu samtali við Landspítala,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Á fundinum var tilkynnt um að þær aðgerðir sem nú voru í gildi, 200 manna samkomutakmarkanir, grímuskylda og eins metra nándarregla, yrðu framlengdar um tvær vikur. Upphaflega stóð til að ráðstafanirnar yrðu í gildi til og með 13. ágúst. „Við erum mjög meðvituð um það hversu nálægt þessum þolmörkum [spítalans] við erum, en um leið viljum við leita leiða til þess að ýta þessum þolmörkum aðeins til með því að bæta umhverfið fyrir Landspítala,“ sagði Svandís og bætti við að spítalinn teldi sig enn geta sinnt sínu verkefni. Svandís segir alls óljóst hversu langt upp núverandi bylgja faraldursins hér á landi, sem er sú stærsta hingað til, muni rísa. Um og yfir hundrað manns hafa greinst á degi hverjum að undanförnu. „En við vitum það að ef smitin eru gríðarlega mörg, þá þarf ekkert voðalega hátt hlutfall þeirra að veikjast til þess að það verði verulegt álag fyrir kerfið okkar. Þannig að við þurfum að vera á tánum,“ sagði heilbrigðisráðherrann. Hún segir sóttvarnalækni ekki þeirrar skoðunar nú að grípa þurfi til harðari aðgerða, né að unnt sé að aflétta takmörkunum. Sömu markmið en annað umhverfi Svandís kvaðst ekki geta tjáð sig um hvort aðgerðum yrði með öllu aflétt í vetur. Nú væri enn sú staða uppi að meta þyrfti stöðuna frá einni viku til annarrar. Markmiðin væru áfram þau sömu, að verja líf og heilsu fólks, vernda heilbrigðiskerfið, skýla viðkvæmum hópum og halda samfélaginu gangandi. „Umhverfið er annað. Delta-hagar sér pínulítið öðruvísi og svo erum við líka með bólusett samfélag sem við ætlum raunar að bólusetja betur,“ sagði Svandís. Aðspurð um þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að ná fram hjarðónæmi hér á landi, með því að láta veiruna ganga um samfélagið meðal bólusettra en vernda viðkvæma hópa á meðan, sagðist Svandís ekki geta lagt mat á það. Til þess hefði hún sérfræðinga innan handar. „Í raunverulegu samfélagi getur bylgja af þessu tagi ekki gengið óhindrað í gegn án þess að valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið. Ég held að við viljum aldrei vera í þeirri stöðu að þurfa að flokka þá sem koma inn til þess að njóta heilbrigðisþjónustu. Við viljum sinna öllum sem þangað koma og þannig þurfum við að tempra faraldurinn, og það er okkar verkefni.“ Aðgerðirnar viðeigandi miðað við daginn í dag Aðspurð hvort ekki væri verið að leyfa veirunni að ganga um samfélagið í vissum skilningi, í ljósi þess að aðgerðir nú eru ekki jafn harðar og þekktist hér áður en fjöldabólusetningar urðu að veruleika, sagði Svandís að vissulega mætti rökstyðja það að ekki væri verið að halda veirunni niðri af jafn miklum krafti og áður. Hún sagðist þó telja að aðgerðirnar sem nú eru í gildi séu nægilegar, meðan hlutfall smitaðra sem veikist alvarlega er jafn lágt og raun ber vitni. „Við getum það miðað við daginn í dag en svo sjáum við ekki fyrir endann á þessari bylgju og hvernig hún kemur til með að haga sér. Ég auðvitað vona að hún muni fljótlega ná hámarki og fari svo að gefa aftur eftir,“ sagði Svandís. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
„Við erum að gera eitthvað á hverjum einasta degi og erum í raun og veru í mjög þéttu samtali við Landspítala,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Á fundinum var tilkynnt um að þær aðgerðir sem nú voru í gildi, 200 manna samkomutakmarkanir, grímuskylda og eins metra nándarregla, yrðu framlengdar um tvær vikur. Upphaflega stóð til að ráðstafanirnar yrðu í gildi til og með 13. ágúst. „Við erum mjög meðvituð um það hversu nálægt þessum þolmörkum [spítalans] við erum, en um leið viljum við leita leiða til þess að ýta þessum þolmörkum aðeins til með því að bæta umhverfið fyrir Landspítala,“ sagði Svandís og bætti við að spítalinn teldi sig enn geta sinnt sínu verkefni. Svandís segir alls óljóst hversu langt upp núverandi bylgja faraldursins hér á landi, sem er sú stærsta hingað til, muni rísa. Um og yfir hundrað manns hafa greinst á degi hverjum að undanförnu. „En við vitum það að ef smitin eru gríðarlega mörg, þá þarf ekkert voðalega hátt hlutfall þeirra að veikjast til þess að það verði verulegt álag fyrir kerfið okkar. Þannig að við þurfum að vera á tánum,“ sagði heilbrigðisráðherrann. Hún segir sóttvarnalækni ekki þeirrar skoðunar nú að grípa þurfi til harðari aðgerða, né að unnt sé að aflétta takmörkunum. Sömu markmið en annað umhverfi Svandís kvaðst ekki geta tjáð sig um hvort aðgerðum yrði með öllu aflétt í vetur. Nú væri enn sú staða uppi að meta þyrfti stöðuna frá einni viku til annarrar. Markmiðin væru áfram þau sömu, að verja líf og heilsu fólks, vernda heilbrigðiskerfið, skýla viðkvæmum hópum og halda samfélaginu gangandi. „Umhverfið er annað. Delta-hagar sér pínulítið öðruvísi og svo erum við líka með bólusett samfélag sem við ætlum raunar að bólusetja betur,“ sagði Svandís. Aðspurð um þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að ná fram hjarðónæmi hér á landi, með því að láta veiruna ganga um samfélagið meðal bólusettra en vernda viðkvæma hópa á meðan, sagðist Svandís ekki geta lagt mat á það. Til þess hefði hún sérfræðinga innan handar. „Í raunverulegu samfélagi getur bylgja af þessu tagi ekki gengið óhindrað í gegn án þess að valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið. Ég held að við viljum aldrei vera í þeirri stöðu að þurfa að flokka þá sem koma inn til þess að njóta heilbrigðisþjónustu. Við viljum sinna öllum sem þangað koma og þannig þurfum við að tempra faraldurinn, og það er okkar verkefni.“ Aðgerðirnar viðeigandi miðað við daginn í dag Aðspurð hvort ekki væri verið að leyfa veirunni að ganga um samfélagið í vissum skilningi, í ljósi þess að aðgerðir nú eru ekki jafn harðar og þekktist hér áður en fjöldabólusetningar urðu að veruleika, sagði Svandís að vissulega mætti rökstyðja það að ekki væri verið að halda veirunni niðri af jafn miklum krafti og áður. Hún sagðist þó telja að aðgerðirnar sem nú eru í gildi séu nægilegar, meðan hlutfall smitaðra sem veikist alvarlega er jafn lágt og raun ber vitni. „Við getum það miðað við daginn í dag en svo sjáum við ekki fyrir endann á þessari bylgju og hvernig hún kemur til með að haga sér. Ég auðvitað vona að hún muni fljótlega ná hámarki og fari svo að gefa aftur eftir,“ sagði Svandís.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira