Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 15:01 Hyballa á æfingu hjá Esbjerg. Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01
Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01
Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01