Hún bíður eftir því að vera myrt Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Hernaður Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun