Paris Saint Germain keypti kappann frá Internazionale Milan í sumar fyrir um sextíu milljónir evra og hann skoraði í fyrsta leik sínum með liðinu.
Hakimi er enn bara 22 ára gamall og spilar jafnan sem hægri bakvörður. Hann hefur þegar spilað 36 landsleiki fyrir Marokkó.
Það er mjög athyglisvert að skoða feril Hakimi og þá sérstaklega liðsfélagana sem hann hefur haft undanfarin ár.
Achraf Hakimi is 22-years old and has previously played with:
— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 15, 2021
Ronaldo-Benzema-Bale at Real Madrid
Haaland-Sancho-Reus at Borussia Dortmund
Lukaku-Lautaro at Inter Milan
This season, he will play with:
Messi-Neymar-Mbappé-Di Maria at PSG.
What a life. pic.twitter.com/hddImKEZos
Hakimi byrjaði atvinnumannaferil sinn hjá Real Madrid og var síðan lánaður til Borussia Dortmund áður en hann var seldur til Internazionale. Hann var síðan bara í eitt ár af fimm ára samningi hjá Internazionale því ítalska félagið seldi hann til PSG í sumar.
Hakimi er því einn af nýjum leikmönnum PSG en í þeim hópi eru auðvitað Lionel Messi, Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma og Georginio Wijnaldum.
Á síðustu árum hefur þessi Marokkómaður því spilað með Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale hjá Real Madrid, Erling Braut Haaland, Jadon Sancho og Marco Reus hjá Borussia Dortmund, Romelu Lukaku og Lautaro Martínez hjá Inter og framundan er tímabil með Leo Messi, Neymar, Kylian Mbappé og Angel Di Maria hjá Paris Saint Germain.