Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 17:09 Skólastarf er nú að hefjast víða um land í skugga faraldurs. vísir/vilhelm Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira