Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 09:00 Ómerkilegasta en um leið ein áhrifamesta gaslýsing sem ég hef heyrt af hófst með lykli. Lykill týndist í vörslu manns. Hann sór fyrir það að hafa ekki týnt lyklinum heldur sett hann í póstkassa eiganda. Þegar póstkassinn var opnaður var engan lykil þar að finna. Þá sagði maðurinn ákveðinn að hann hefði ruglast á kassa og sett lykilinn í póstkassa nágrannans. Þegar leitað var til nágranna var engan lykil þar heldur að finna. Maðurinn yppti öxlum en hélt sig staðfastur við frásögn sína þrátt fyrir að hægt væri að álykta á þeim tímapunkti að það væri hafið yfir allan vafa að lykillinn hefði á nokkrum tíma verið í öðrum af póstkössanum tveimur. Þar sem atvikið átti sér stað milli aðila sem voru í nánu sambandi leit eigandi lykilsins svo á að hún hlyti að vera eitthvað að misskilja. Ekki væri líklegt að náinn ástvinur lygi og þá sérstaklega ekki um svona ómerkilegan hlut. Hún fór að efast um sjálfan sig og orðaði það upphátt í hans viðurvist að hugsanlega væri hún orðin eitthvað rugluð og hlyti að hafa týnt lyklinum sjálf. Maðurinn tók undir þetta og afvegaleiddi af ákafa staðreyndir máls. Þar með hófst langt siðlaust samskiptamynstur sem einkenndist af sáningu sífelldra efasemdarfræja, óforskammaðra lyga og stjórnsemi geranda og lauk með vanmætti, valdleysi og þróttleysi þolanda. Hún á það enn til að efast um eigin upplifanir þrátt fyrir að langt sé um liðið frá valdatíð lykilsins. Uppruni hugtaksins „gaslýsing“ er áhugaverður. Orðið gaslýsing er tilviljanakennt og ekki lýsandi fyrir hegðunina sjálfa heldur tilvísun í leikrit eftir Patrick Hamilton. Gasljós (e. Gaslight) var frumsýnt í London árið 1938. Tveimur árum síðar var gefin út bresk kvikmynd eftir leikritinu og fjórum árum seinna kom ameríska útgáfan með Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Það sem er hinsvegar stórmerkilegt við leikritið er að þegar umræðan um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánu sambandi var svo gott sem engin og fólk réðst síður að oft svo fölskum heiðri húsa þá beindi leikstjórinn sjónum sínum að stjórnun, afvegaleiðslu og sálrænum pyntingum í innviði hjónabands. Leikritið gerist í húsi yfirstéttarhjóna í Bretlandi þar sem eiginmaðurinn beitir ýmsum ráðum til að telja eiginkonu sinni trú um að hún sé að verða veik á geði til að komast yfir auð hennar. Þar á meðal að fela eigur hennar og hækka og lækka í gasljósum heimilisins. Hann þykist síðan ekkert vita, sjá eða skilja svo hún haldi að hún sé að missa vitið og vald yfir eigin lífi. Frá þessari einstöku innsýn Hamiltons í sálrænar pyntingar dregur þessi samskiptatækni nafn sitt. Gaslýsing er í grunnin siðlaus samskiptækni sem oft er beitt sem vopni í nánum samböndum og er hættuleg sálarheill þolenda. Markmið samskiptanna er að þolandinn fari að efast um sjálfan sig og upplifanir sínar og er það í raun þungamiðjan í samskiptatækninni. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis. Hann missir þannig sjónir á hver hann er, hvar mörkin hans liggja og hvað hann stendur fyrir. Þar af leiðandi er auðveldara að stýra þolandanum og stilla upp samkvæmt heimsmynd gerandans. Setningar eins og: „Þetta gerðist aldrei, þetta gerðist ekki svona, ég sagði þetta aldrei, þú ert svo viðkvæm/ur, þarft þú ekki bara að fara að leita þér hjálpar?“ eru algengir frasar sem þolendur siðlausrar samskiptatækni heyra oft. Þolendur upplifa sig í kjölfarið áttavilta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa mikla skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafn erfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós. Flestir sem hafa verið gaslýstir í einhvern tíma upplifa eins og þeir hafi ekki skoðun eða þá að hún sé lítils virði og örugglega röng. Þeir upplifa holrúm í stað kjarna og setja virði sitt í hendur þess sem afbakar sannleika þeirra og trú á eigin styrk Gaslýsing er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda. Þessi samskiptatækni er flókin, skaðleg og oft á tíðum óskiljanleg og því eru þolendur oft seinir til viðbragðs og rökhyggju gagnvart orðum og hegðun geranda, og eðlilega svo. Það síðasta sem við eigum von á í ástarsambandi er að maki okkar fari að meiða okkur eða grafa undan sjálfstrausti okkar. Taugakerfið okkar er ekki forritað þannig að það eigi sífellt að þurfa að vera að meta hvort hætta sé í ástarsambandinu. Þar á að vera hvíld, stuðningur, endurheimt og ró. Þegar undarlegar ásakanir, efasemdir og útúrsnúningar fara að eiga sér stað í sambandinu þá reynum við sem vitsmunaverur að finna útskýringar og afsakanir svo að úrvinnsla upplýsinga geti átt sér stað. Ofbeldishegðun í ástarsambandi er frávikshegðun og því verður taugakerfið oft vanstillt í kjölfarið. Langvinn streita og sú vanlíðan sem getur fylgt því að vera í ofbeldissambandi getur gert það að verkum að sympatíski hlutinn af taugakerfinu, þ.e. drifkerfið okkar verður ofurnæmt og ráðandi. Við verðum yfirspennt og alltaf á verði. Parasympatíska kerfið, þ.e. sefkerfið okkar virkar best þegar líkaminn er í hvíld og ró. Það hægir á hjartslætti og lækkar blóðþrýsting. Sefkerfið okkar hjálpar líkamanum og huganum að búa til kjöraðstæður svo að líkaminn geti stuðlað að eigin endurheimt og bata. Gagnreyndar aðferðir á borð við hugleiðslu, yoga nidra og yin jóga hafa m.a. borið árangur þegar kemur að því að efla og styrkja sefkerfið. Hinsvegar þegar drifkerfið er við völd á kostnað sefkerfisins yfir lengri tíma geta einstaklingar þróað með sér skaðlega streitu og orðið útsettari fyrir allskonar alvarlegum heilsufarsbrestum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi þess að vera með drifkerfið ráðandi og sífellt í viðbragðsstöðu. Rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl á milli streitu og margvíslegra heilsufarskvilla, m.a. síþreytu, kvíða, stoðkerfisverkja, meltingarvandamála, svefntruflanna og ýmissa bólgusjúkdóma. Hugræn ferli einstaklinga geta einnig hlotið skaða af langvarandi streitu. Hugsanir okkar geta orðið skekktar og okkur verður eðlislægt að sjá einungis verstu mögulegu niðurstöðu. Við getum þróað með okkur fíknihegðun sem bjargráð við vanlíðan og kvíða. Við getum upplifað okkur tætt, illa áttuð og átt erfitt með að halda athygli. Við getum orðið framtakslaus og sneydd allri orku til líkamlegra verka sem og andlegra áskoranna. Við getum farið að dæma okkur of hart og óvægið og orðið tilfinningalega fjarlæg okkur sjálfum og öðrum. Sumir upplifa sig sem skuggann af sjálfum sér, óralangt frá kjarnanum sínum. Aftengd með öllu. Ef að þú upplifir að einhver er kominn með lyklavöldin að sálarlífi þínu er kominn tími til að leita sér hjálpar. Ofbeldi í formi gaslýsingar getur haft flóknar sálrænar afleiðingar fyrir þolendur og því er mikilvægt að geta talað um hlutina upphátt í öruggu rými og heyrt þannig röddina sína styrkjast. Þegar kemur að því að fara að tengja aftur við eigin tilfinningar og upplifanir og valdeflast í eigin vitund skiptir öllu máli að hafa aðgengi að sérfræðingum. Við á Íslandi búum vel að því að eiga ókeypis úrræði á borð við Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfið, Stígamót og Drekaslóð þegar kemur að stuðningi og fræðslu gagnvart ofbeldi í öllum myndum. Hægt er að bóka tíma í Bjarkarhlíð á bjarkarhlid.is. Höfundur er ráðgjafi í Bjarkarhlíð og sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Geðheilbrigði Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Ómerkilegasta en um leið ein áhrifamesta gaslýsing sem ég hef heyrt af hófst með lykli. Lykill týndist í vörslu manns. Hann sór fyrir það að hafa ekki týnt lyklinum heldur sett hann í póstkassa eiganda. Þegar póstkassinn var opnaður var engan lykil þar að finna. Þá sagði maðurinn ákveðinn að hann hefði ruglast á kassa og sett lykilinn í póstkassa nágrannans. Þegar leitað var til nágranna var engan lykil þar heldur að finna. Maðurinn yppti öxlum en hélt sig staðfastur við frásögn sína þrátt fyrir að hægt væri að álykta á þeim tímapunkti að það væri hafið yfir allan vafa að lykillinn hefði á nokkrum tíma verið í öðrum af póstkössanum tveimur. Þar sem atvikið átti sér stað milli aðila sem voru í nánu sambandi leit eigandi lykilsins svo á að hún hlyti að vera eitthvað að misskilja. Ekki væri líklegt að náinn ástvinur lygi og þá sérstaklega ekki um svona ómerkilegan hlut. Hún fór að efast um sjálfan sig og orðaði það upphátt í hans viðurvist að hugsanlega væri hún orðin eitthvað rugluð og hlyti að hafa týnt lyklinum sjálf. Maðurinn tók undir þetta og afvegaleiddi af ákafa staðreyndir máls. Þar með hófst langt siðlaust samskiptamynstur sem einkenndist af sáningu sífelldra efasemdarfræja, óforskammaðra lyga og stjórnsemi geranda og lauk með vanmætti, valdleysi og þróttleysi þolanda. Hún á það enn til að efast um eigin upplifanir þrátt fyrir að langt sé um liðið frá valdatíð lykilsins. Uppruni hugtaksins „gaslýsing“ er áhugaverður. Orðið gaslýsing er tilviljanakennt og ekki lýsandi fyrir hegðunina sjálfa heldur tilvísun í leikrit eftir Patrick Hamilton. Gasljós (e. Gaslight) var frumsýnt í London árið 1938. Tveimur árum síðar var gefin út bresk kvikmynd eftir leikritinu og fjórum árum seinna kom ameríska útgáfan með Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Það sem er hinsvegar stórmerkilegt við leikritið er að þegar umræðan um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánu sambandi var svo gott sem engin og fólk réðst síður að oft svo fölskum heiðri húsa þá beindi leikstjórinn sjónum sínum að stjórnun, afvegaleiðslu og sálrænum pyntingum í innviði hjónabands. Leikritið gerist í húsi yfirstéttarhjóna í Bretlandi þar sem eiginmaðurinn beitir ýmsum ráðum til að telja eiginkonu sinni trú um að hún sé að verða veik á geði til að komast yfir auð hennar. Þar á meðal að fela eigur hennar og hækka og lækka í gasljósum heimilisins. Hann þykist síðan ekkert vita, sjá eða skilja svo hún haldi að hún sé að missa vitið og vald yfir eigin lífi. Frá þessari einstöku innsýn Hamiltons í sálrænar pyntingar dregur þessi samskiptatækni nafn sitt. Gaslýsing er í grunnin siðlaus samskiptækni sem oft er beitt sem vopni í nánum samböndum og er hættuleg sálarheill þolenda. Markmið samskiptanna er að þolandinn fari að efast um sjálfan sig og upplifanir sínar og er það í raun þungamiðjan í samskiptatækninni. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis. Hann missir þannig sjónir á hver hann er, hvar mörkin hans liggja og hvað hann stendur fyrir. Þar af leiðandi er auðveldara að stýra þolandanum og stilla upp samkvæmt heimsmynd gerandans. Setningar eins og: „Þetta gerðist aldrei, þetta gerðist ekki svona, ég sagði þetta aldrei, þú ert svo viðkvæm/ur, þarft þú ekki bara að fara að leita þér hjálpar?“ eru algengir frasar sem þolendur siðlausrar samskiptatækni heyra oft. Þolendur upplifa sig í kjölfarið áttavilta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa mikla skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafn erfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós. Flestir sem hafa verið gaslýstir í einhvern tíma upplifa eins og þeir hafi ekki skoðun eða þá að hún sé lítils virði og örugglega röng. Þeir upplifa holrúm í stað kjarna og setja virði sitt í hendur þess sem afbakar sannleika þeirra og trú á eigin styrk Gaslýsing er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda. Þessi samskiptatækni er flókin, skaðleg og oft á tíðum óskiljanleg og því eru þolendur oft seinir til viðbragðs og rökhyggju gagnvart orðum og hegðun geranda, og eðlilega svo. Það síðasta sem við eigum von á í ástarsambandi er að maki okkar fari að meiða okkur eða grafa undan sjálfstrausti okkar. Taugakerfið okkar er ekki forritað þannig að það eigi sífellt að þurfa að vera að meta hvort hætta sé í ástarsambandinu. Þar á að vera hvíld, stuðningur, endurheimt og ró. Þegar undarlegar ásakanir, efasemdir og útúrsnúningar fara að eiga sér stað í sambandinu þá reynum við sem vitsmunaverur að finna útskýringar og afsakanir svo að úrvinnsla upplýsinga geti átt sér stað. Ofbeldishegðun í ástarsambandi er frávikshegðun og því verður taugakerfið oft vanstillt í kjölfarið. Langvinn streita og sú vanlíðan sem getur fylgt því að vera í ofbeldissambandi getur gert það að verkum að sympatíski hlutinn af taugakerfinu, þ.e. drifkerfið okkar verður ofurnæmt og ráðandi. Við verðum yfirspennt og alltaf á verði. Parasympatíska kerfið, þ.e. sefkerfið okkar virkar best þegar líkaminn er í hvíld og ró. Það hægir á hjartslætti og lækkar blóðþrýsting. Sefkerfið okkar hjálpar líkamanum og huganum að búa til kjöraðstæður svo að líkaminn geti stuðlað að eigin endurheimt og bata. Gagnreyndar aðferðir á borð við hugleiðslu, yoga nidra og yin jóga hafa m.a. borið árangur þegar kemur að því að efla og styrkja sefkerfið. Hinsvegar þegar drifkerfið er við völd á kostnað sefkerfisins yfir lengri tíma geta einstaklingar þróað með sér skaðlega streitu og orðið útsettari fyrir allskonar alvarlegum heilsufarsbrestum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi þess að vera með drifkerfið ráðandi og sífellt í viðbragðsstöðu. Rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl á milli streitu og margvíslegra heilsufarskvilla, m.a. síþreytu, kvíða, stoðkerfisverkja, meltingarvandamála, svefntruflanna og ýmissa bólgusjúkdóma. Hugræn ferli einstaklinga geta einnig hlotið skaða af langvarandi streitu. Hugsanir okkar geta orðið skekktar og okkur verður eðlislægt að sjá einungis verstu mögulegu niðurstöðu. Við getum þróað með okkur fíknihegðun sem bjargráð við vanlíðan og kvíða. Við getum upplifað okkur tætt, illa áttuð og átt erfitt með að halda athygli. Við getum orðið framtakslaus og sneydd allri orku til líkamlegra verka sem og andlegra áskoranna. Við getum farið að dæma okkur of hart og óvægið og orðið tilfinningalega fjarlæg okkur sjálfum og öðrum. Sumir upplifa sig sem skuggann af sjálfum sér, óralangt frá kjarnanum sínum. Aftengd með öllu. Ef að þú upplifir að einhver er kominn með lyklavöldin að sálarlífi þínu er kominn tími til að leita sér hjálpar. Ofbeldi í formi gaslýsingar getur haft flóknar sálrænar afleiðingar fyrir þolendur og því er mikilvægt að geta talað um hlutina upphátt í öruggu rými og heyrt þannig röddina sína styrkjast. Þegar kemur að því að fara að tengja aftur við eigin tilfinningar og upplifanir og valdeflast í eigin vitund skiptir öllu máli að hafa aðgengi að sérfræðingum. Við á Íslandi búum vel að því að eiga ókeypis úrræði á borð við Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfið, Stígamót og Drekaslóð þegar kemur að stuðningi og fræðslu gagnvart ofbeldi í öllum myndum. Hægt er að bóka tíma í Bjarkarhlíð á bjarkarhlid.is. Höfundur er ráðgjafi í Bjarkarhlíð og sálfræðinemi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun