Stúkan verður tóm næstu fjóra leiki og maður handtekinn vegna óláta áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:00 Frá leiknum á laugardag. John Berry/Getty Images Yfirvöld í Nice í Frakklandi hafa tekið þá ákvörðun að loka stúkunni á Allianz Riviera-vellinum, þaðan sem flösku var kastað í Dimitri Payet í leik Nice og Marseille, verði lokað í fjóra leiki. Þá hefur maður verið handtekinn vegna atviksins. Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Það sauð allt upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var. Staðan var 1-0 Nice í vil þegar Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk vatnsflösku í hnakkann er hann ætlaði að taka hornspyrnu. Stuðningsmenn Nice höfðu hent fjölmörgum vatnsflöskum í átt að leikmönnum Marseille áður ein þeirra small í hnakka Payet sem var ekki skemmt og grýtti henni til baka upp í stúku. Reiðir stuðningsmenn Nice ákváðu í kjölfarið að vaða inn á völlinn og réðu öryggisverðir vallarins ekkert við fjöldann. Leikmenn flúðu á endanum inn í klefa. Á endanum komu heimamenn aftur út en gestirnir ákváðu að halda kyrru fyrir. „Það var ráðist á leikmenn okkar. Við ákváðum að fara ekki aftur út á völl því við vildum tryggja öryggi okkar,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. Þó franska knattspyrnusambandið hafi ekki gefið út hver refsingin verði vegna atviksins hafa lögregluyfirvöld í Nice tekið málin í sínar hendur. „Vegna alvarleika málsins þá ákváðum við að bíða ekki eftir niðurstöðu sambandsins. Við höfum ákveðið að loka Populaire-stúkunni í suðri þar sem atvikið átti sér stað. Verður hún lokuð í næstu fjórum heimaleikjum,“ sagði Bernard Gonzalez, fulltrúi yfirvalda í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að 28 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins. Íþróttamálaráðherra Frakklands kallaði atvikið móðgun við íþróttir og fótbolta. Borgarstjóri Nice sagði ofbeldið óásættanlegt en sumir leikmenn Marseille voru með áverka eftir stuðningsmennina sem óðu inn á völlinn. Franska knattspyrnusambandið mun funda á miðvikudag, 25. ágúst, um málið en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma þar sem vatnsflöskum rignir yfir leikmenn Marseille. Sama var upp á teningnum í 3-2 sigri liðsins á Montpellier fyrir tveimur vikum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti