Öryggi barna í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Umferðaröryggi Slysavarnir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun