Prófa mótefnalyf sem gæti fækkað spítalainnlögnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 18:50 Már Kristjánsson segir að mótefnalyf hjálpi okkur að lifa með veirunni. vísir/arnar Mótefnalyf sem Landspítalinn notar við meðferð á Covid-19 hefur gefið góða raun hingað til. Lyfið er gefið fólki í sérstökum áhættuhópi og hefur það allt sloppið við spítalainnlögn. Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira