Prófa mótefnalyf sem gæti fækkað spítalainnlögnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 18:50 Már Kristjánsson segir að mótefnalyf hjálpi okkur að lifa með veirunni. vísir/arnar Mótefnalyf sem Landspítalinn notar við meðferð á Covid-19 hefur gefið góða raun hingað til. Lyfið er gefið fólki í sérstökum áhættuhópi og hefur það allt sloppið við spítalainnlögn. Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira