Eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 21:07 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur segir aldrei of seint að fara huga að heilsunni. Vísir Samkvæmt nýlegri rannsókn er það mýta að það hægi á grunnbrennslu líkamans með aldrinum. Næringarfræðingur segir að þær lífsstílsbreytingar sem komi gjarnan með aldrinum hafi meiri áhrif á aukakílóin heldur en aldurinn í sjálfu sér. Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira