Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 10:28 Gauknum var lokað í gær, til að varna því að þangað kæmu Covid-sjúklingar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira