„Hefur ekkert með einhverja óvild að gera“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 12:30 Aðstaða Stjörnunnar í Ásgarði, þar sem þessi mynd er tekin, er löngu sprungin, segir formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, og því þörf fyrir tíma á Álftanesi. vísir/bára „Þetta snýst ekki um einhverja óvild. Það skiptir engu máli hvaða félag þetta hefði verið. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, um ásakanir Aþenu í garð deildarinnar. Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar. Körfubolti Stjarnan Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar.
Körfubolti Stjarnan Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira