„Hefur ekkert með einhverja óvild að gera“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 12:30 Aðstaða Stjörnunnar í Ásgarði, þar sem þessi mynd er tekin, er löngu sprungin, segir formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, og því þörf fyrir tíma á Álftanesi. vísir/bára „Þetta snýst ekki um einhverja óvild. Það skiptir engu máli hvaða félag þetta hefði verið. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, um ásakanir Aþenu í garð deildarinnar. Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar. Körfubolti Stjarnan Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar.
Körfubolti Stjarnan Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira