Fengu að seinka Evrópuleikjunum og mæta Porec um þarnæstu helgi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2021 14:16 Snorri Steinn Guðjónsson og Valsmennirnir hans fara til Króatíu í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Valur spilar leiki sína gegn Porec í Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í næstu viku, að því gefnu að allir leikmenn liðsins fái neikvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi á morgun. Valsmenn áttu að fara til Króatíu í gær og spila gegn Porec á morgun og laugardaginn. Ekkert varð af því eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Allt lið Vals fór í skimun á mánudaginn en ekki reyndust fleiri smitaðir en þrír sem höfðu þegar fengið jákvæða niðurstöðu. Íslandsmeistararnir voru hins vegar sendir í sóttkví fram á föstudag. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, staðfesti við Vísi í dag að beiðni Vals um að spila leikina gegn Porec á föstudaginn og laugardaginn í næstu viku hafi verið samþykkt. „Við stefnum á að spila aðra helgi og fara út á miðvikudaginn,“ sagði Snorri. Valsmenn fara í aðra skimun á morgun og að öllu óbreyttu losna þeir úr sóttkví þá. „Á morgun fara allir í próf og að því gefnu að allir fái neikvætt úr því byrjum við bara að æfa, og undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þrumum okkur svo í þetta.“ Þremenningarnir við ágæta heilsu Sem fyrr sagði eru þrír leikmenn Vals með kórónuveiruna. Snorri segir ástand þeirra nokkuð gott en ljóst sé að þeir fari ekki með til Króatíu. „Heilsan er bara góð. Einn þeirra með mjög væg einkenni þegar ég talaði við hann í gær en hinir eru fínir, ekki illa haldnir, nema að vera í einangrun sem er þreytt,“ sagði Snorri. Valsmenn munu standa í ströngu í byrjun næsta mánaðar. Þeir mæta Porec ytra 3. og 4. september og Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fjórum dögum síðar fara átta liða úrslitin fara fram og Olís-deildin hefst svo 16. september. Í 1. umferð hennar mætir Valur Gróttu á Seltjarnarnesi. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Valsmenn áttu að fara til Króatíu í gær og spila gegn Porec á morgun og laugardaginn. Ekkert varð af því eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Allt lið Vals fór í skimun á mánudaginn en ekki reyndust fleiri smitaðir en þrír sem höfðu þegar fengið jákvæða niðurstöðu. Íslandsmeistararnir voru hins vegar sendir í sóttkví fram á föstudag. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, staðfesti við Vísi í dag að beiðni Vals um að spila leikina gegn Porec á föstudaginn og laugardaginn í næstu viku hafi verið samþykkt. „Við stefnum á að spila aðra helgi og fara út á miðvikudaginn,“ sagði Snorri. Valsmenn fara í aðra skimun á morgun og að öllu óbreyttu losna þeir úr sóttkví þá. „Á morgun fara allir í próf og að því gefnu að allir fái neikvætt úr því byrjum við bara að æfa, og undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þrumum okkur svo í þetta.“ Þremenningarnir við ágæta heilsu Sem fyrr sagði eru þrír leikmenn Vals með kórónuveiruna. Snorri segir ástand þeirra nokkuð gott en ljóst sé að þeir fari ekki með til Króatíu. „Heilsan er bara góð. Einn þeirra með mjög væg einkenni þegar ég talaði við hann í gær en hinir eru fínir, ekki illa haldnir, nema að vera í einangrun sem er þreytt,“ sagði Snorri. Valsmenn munu standa í ströngu í byrjun næsta mánaðar. Þeir mæta Porec ytra 3. og 4. september og Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fjórum dögum síðar fara átta liða úrslitin fara fram og Olís-deildin hefst svo 16. september. Í 1. umferð hennar mætir Valur Gróttu á Seltjarnarnesi.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08
Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45