Guðni Bergsson segir af sér Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. ágúst 2021 16:52 Guðni Bergsson hefur sagt af sér. vísir/vilhelm Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð. KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð.
KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira