Hvernig víkka skal út þjóðgarð: Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins Ágústa Ágústsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri. Sandgræðsla ríkisins kemur til og býður aðstoð við að hefta sandfok og græða landið. En til að fá þessa hjálp verða bændur að afsala sér landinu til Sandgræðslunnar. Neyð manna er það mikil að þeir skrifa undir nánast hvað sem er fyrir hjálpina. Þó er gefið loforð um að þessum löndum verði skilað aftur þegar uppgræðslu ljúki, enda sé það ekki tilgangur Sandgræðslunnar að eiga land. Í samningana er sett kaupréttarákvæði sem gefur mönnum rétt til að kaupa lönd sín aftur. Árið er 2003. Kynningarfundur er haldinn um haustið á vegum UST þar sem náttúruverndaráætlun 2004-2008 er kynnt til leiks. Nauðsynlegt er talið að friðlýsa nánast allt land norðan þjóðvegar 85 í Kelduhverfi þrátt fyrir að landið sé að mestu í umsjá Landgræðslu ríkisins og ástand þess talið mjög gott. Þar er m.a. mikil hætta talin stafa af virkjun jarðhita á svæðinu. Árið 2018 er farið af stað með friðun alls vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Í fararbroddi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ásamt UST. Veruleg andstaða mætir þeim frá heimamönnum með svæðið norðan þjóðvegar 85. Farvegur Jökulsár á Fjöllum er á þessu svæði síbreytilegur og landfræðileg staðsetning friðunar því ómöguleg. Á svæðinu eru einnig margskonar hagsmunir varðandi nýtingu auðlinda, svo sem hitaveita, fiskeldi, ræktun, stangveiði og landgræðsla. Ákvörðun er síðar tekin um að friðlýsa Jöklu niður að brú, að mörkum sandanna norðan þjóðvegar. Sama ár eða 5. apríl 2018 er landeigendum stefnt fyrir héraðsdóm af Landgræðslu ríkisins, ríkissjóði Íslands og Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra „til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á afmarkaðri landspildu samkvæmt afsali frá 1939“. Dómskröfur eru að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að landi því sem afsalað var frá 11 jörðum 1939 og „að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandinu á vatnasviði Litluárvatna tilheyri stefnanda“. Málið er s.s. aðallega höfðað sem veiðihlunnendamál en eftir stóru skjálftana 1976 seig jörð á söndunum þar sem nú stendur Skjálftavatn. Úr því rennur veiðiáin Litlaá. Frá þessum tíma hefur málið verið tvíflutt fyrir héraðsdómi. Því er skotið upp til Landsréttar sem vísar því aftur heim í hérað.Í þriðja sinn er málið tekið fyrir en án niðurstöðu þar sem dómari fer í leyfi án þess að kveða upp dóm í málinu. Nýr dómari er nú skipaður og því verður málið flutt aftur, allt frá grunni. Búið er að boða nýtt þinghald þann 14.9.2021. Þó staðfestir bæði héraðsdómur og Landsréttur kauprétt landeigenda á landi því sem afsalað er árið 1939. Eigendur ákveðinna jarða tilkynna að þeir hyggjast nýta kaupréttinn, enda heimild til þess samkvæmt 6. gr. fjárlaga. Fjármálaráðuneytið lætur meta þennan hluta lands, sem landeigendur fallast á. En í stað þess að samningar eru gerðir fá þeir tilkynningu frá starfsmanni ráðuneytisins þess efnis að ríkið geti ekki selt þar sem í lögum um landgræðslu frá 2018 sé lagt bann við sölu lands sé það að hluta til eða að öllu leyti á náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta kemur landeigendum mjög á óvart enda hafði þeim aldrei verið tilkynnt stæði til að friðlýsa landið. Þá vakna þær spurningar hvernig ríkið geti friðlýst lönd án þess að fyrir liggi skýr niðurstaða um eignarhald á viðkomandi landi og síðan hvenær lög geti haft afturvirk áhrif og í þessu tilviki um 80 ár? Í áraraðir hefur það verið yfirlýst markmið Vatnajökulsþóðgarðs að hann nái frá sjó til sjávar. Þessi hluti landsins er síðasta vígið á þeirri leið. Enginn heilvita maður fengist til að trúa því að halli ríkissjóðs sé svo mikill að ástæða sé til að sóa tugi milljónum króna af skattfé íslendinga, í ítrekuð réttahöld höfðuð af Landgræðslunni, vegna veiðihlunninda í Litluá. En þá á þekkir Bjarni Ben reyndar mæta vel sem veiðimaður. Það er í raun stórfurðulegt að yfirvöld dragi íbúa heillar sveitar í réttarsal aftur og aftur til að reyna með lagaklækjum að hafa af þeim land sem þeir afsöluðu til Sandgræðslunnar í góðri trú um að landið yrði afhent aftur að uppgræðslu lokinni. Þá má geta þess að landeigendur óskuðu ítrekað eftir viðræðum við Landgræðsluna áður en málið fór fyrir dóm en þeirri beiðni var hafnað. Skorað hefur verið á stefnanda að láta málið niður falla og ganga til samninga. Höfundur er verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri. Sandgræðsla ríkisins kemur til og býður aðstoð við að hefta sandfok og græða landið. En til að fá þessa hjálp verða bændur að afsala sér landinu til Sandgræðslunnar. Neyð manna er það mikil að þeir skrifa undir nánast hvað sem er fyrir hjálpina. Þó er gefið loforð um að þessum löndum verði skilað aftur þegar uppgræðslu ljúki, enda sé það ekki tilgangur Sandgræðslunnar að eiga land. Í samningana er sett kaupréttarákvæði sem gefur mönnum rétt til að kaupa lönd sín aftur. Árið er 2003. Kynningarfundur er haldinn um haustið á vegum UST þar sem náttúruverndaráætlun 2004-2008 er kynnt til leiks. Nauðsynlegt er talið að friðlýsa nánast allt land norðan þjóðvegar 85 í Kelduhverfi þrátt fyrir að landið sé að mestu í umsjá Landgræðslu ríkisins og ástand þess talið mjög gott. Þar er m.a. mikil hætta talin stafa af virkjun jarðhita á svæðinu. Árið 2018 er farið af stað með friðun alls vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Í fararbroddi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ásamt UST. Veruleg andstaða mætir þeim frá heimamönnum með svæðið norðan þjóðvegar 85. Farvegur Jökulsár á Fjöllum er á þessu svæði síbreytilegur og landfræðileg staðsetning friðunar því ómöguleg. Á svæðinu eru einnig margskonar hagsmunir varðandi nýtingu auðlinda, svo sem hitaveita, fiskeldi, ræktun, stangveiði og landgræðsla. Ákvörðun er síðar tekin um að friðlýsa Jöklu niður að brú, að mörkum sandanna norðan þjóðvegar. Sama ár eða 5. apríl 2018 er landeigendum stefnt fyrir héraðsdóm af Landgræðslu ríkisins, ríkissjóði Íslands og Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra „til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á afmarkaðri landspildu samkvæmt afsali frá 1939“. Dómskröfur eru að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að landi því sem afsalað var frá 11 jörðum 1939 og „að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandinu á vatnasviði Litluárvatna tilheyri stefnanda“. Málið er s.s. aðallega höfðað sem veiðihlunnendamál en eftir stóru skjálftana 1976 seig jörð á söndunum þar sem nú stendur Skjálftavatn. Úr því rennur veiðiáin Litlaá. Frá þessum tíma hefur málið verið tvíflutt fyrir héraðsdómi. Því er skotið upp til Landsréttar sem vísar því aftur heim í hérað.Í þriðja sinn er málið tekið fyrir en án niðurstöðu þar sem dómari fer í leyfi án þess að kveða upp dóm í málinu. Nýr dómari er nú skipaður og því verður málið flutt aftur, allt frá grunni. Búið er að boða nýtt þinghald þann 14.9.2021. Þó staðfestir bæði héraðsdómur og Landsréttur kauprétt landeigenda á landi því sem afsalað er árið 1939. Eigendur ákveðinna jarða tilkynna að þeir hyggjast nýta kaupréttinn, enda heimild til þess samkvæmt 6. gr. fjárlaga. Fjármálaráðuneytið lætur meta þennan hluta lands, sem landeigendur fallast á. En í stað þess að samningar eru gerðir fá þeir tilkynningu frá starfsmanni ráðuneytisins þess efnis að ríkið geti ekki selt þar sem í lögum um landgræðslu frá 2018 sé lagt bann við sölu lands sé það að hluta til eða að öllu leyti á náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta kemur landeigendum mjög á óvart enda hafði þeim aldrei verið tilkynnt stæði til að friðlýsa landið. Þá vakna þær spurningar hvernig ríkið geti friðlýst lönd án þess að fyrir liggi skýr niðurstaða um eignarhald á viðkomandi landi og síðan hvenær lög geti haft afturvirk áhrif og í þessu tilviki um 80 ár? Í áraraðir hefur það verið yfirlýst markmið Vatnajökulsþóðgarðs að hann nái frá sjó til sjávar. Þessi hluti landsins er síðasta vígið á þeirri leið. Enginn heilvita maður fengist til að trúa því að halli ríkissjóðs sé svo mikill að ástæða sé til að sóa tugi milljónum króna af skattfé íslendinga, í ítrekuð réttahöld höfðuð af Landgræðslunni, vegna veiðihlunninda í Litluá. En þá á þekkir Bjarni Ben reyndar mæta vel sem veiðimaður. Það er í raun stórfurðulegt að yfirvöld dragi íbúa heillar sveitar í réttarsal aftur og aftur til að reyna með lagaklækjum að hafa af þeim land sem þeir afsöluðu til Sandgræðslunnar í góðri trú um að landið yrði afhent aftur að uppgræðslu lokinni. Þá má geta þess að landeigendur óskuðu ítrekað eftir viðræðum við Landgræðsluna áður en málið fór fyrir dóm en þeirri beiðni var hafnað. Skorað hefur verið á stefnanda að láta málið niður falla og ganga til samninga. Höfundur er verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun