Innlent

Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ.
Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ.

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 

Þetta staðfestir Lárus L. Blöndal, forseti sambandsins í samtali við fréttastofu. Hann segir óvíst hvort sambandið muni tjá sig um mál KSÍ að fundi loknum.

Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Jafnramt vill ÍTF að boðað verði til auka ársþings til að endurheimta traust innan knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ.


Tengdar fréttir

Ingó tróð upp í fimm­tugs­af­mæli stjórnar­manns KSÍ

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis.

Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi

Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“.

Öfgar og Bleiki fíllinn boða til mótmæla gegn KSÍ

Aðgerðahóparnir Öfgar öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla næstkomandi fimmtudag vegna máls KSÍ. Hóparnir segja að öll stjórn KSÍ verði að segja af sér, ekki aðeins formaður sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×