Papparör og pólitík Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 15:01 Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Ég er einn af eigendum Extraloppunnar sem er lítið og grænt fyrirtæki staðsett í Smáralindinni. Fyrirtæki sem vinnur að umhverfismálum og sýnir samfélagslega ábyrgð þegar kemur að endurnýtingu og minnkun kolefnisspora. Í hvert sinn sem þú kaupir notaðar vörur í stað nýrra minnkar þú koltvísýringsmengun að því er nemur framleiðslu og því flytja vöruna á áfangastað. Breytt hugsun. Við þurfum og við erum að breyta neysluvenjum og hugsunarhætti fólks. Þegar Extraloppan var stofnuð fannst mér það vera lykilatriði. Landsmenn hafa tekið okkur betur en nokkurt okkar þorði að vona. Hringrásin hefur skapast og alltaf fleiri og fleiri ákveða að hefja leitina af því sem vantar, hjá okkur. Um það snýst málið, að við gefum þeim hlutum og fatnaði sem við hyggjumst ekki nota lengra líf og kaupum svo notaða hluti sem bíða þess að fá nýjan eiganda. Hvað hefur sparast? Systurfyrirtæki Extraloppunnar, Barnaloppan, fékk umhverfisverkfræðinga hjá Eflu til þess að reikna fyrir sig kolefnisspor sem hafa sparast með tilkomu verslunarinnar frá 2018-2019. Niðurstaðan er sláandi, rúm 5.000 tonn höfðu sparast í losun koltvísýrings sem jafnast á við 2.500 bíla á einu ári og ætla má að Extraloppan sé með svipaðar tölur. Frá opnun Extraloppunnar árið 2019 hafa selst yfir 400.000 vörur ef við reiknum þetta til dagsins í dag þá eru þetta um 12 - 15.000 tonn sem jafnast á við 6-7.000 bíla á ári. Að endurnýta og endurvinna Á heimsvísu er áætlað að textílneysla hvers jarðarbúa sé um 11 kg og að textíliðnaðurinn valdi um 8% gróðurhúsaáhrifa á jörðinni. Það fara t.d. um 6-8 þúsund lítrar af vatni í að framleiða bómul í einar gallabuxur. Sú aðgerð sem dregur hvað mest úr þessum áhrifum er að endurnýta og endurvinna. Breytingar til hins betra Við þurfum öll að vera meðvituð. Auðvitað finnst okkur öllum skrítið að drekka kókómjólkina með papparöri og það er í eðli mannsins að finnast breytingar erfiðar. Hér áður fyrr flokkuðum við ekki rusl og einu sinni settum við allt í litla plastpoka í grænmetisdeildinni en við venjumst öllu og furðu hratt eins og heimsfaraldurinn hefur sýnt og sannað. Öll þessi litlu skref eru skref í átt að hreinni jörð fyrir okkur og afkomendur okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, og stjórnvöld verða því að örva og hvetja atvinnulífið til þess að leggja sitt af mörkum. Atvinnulífið verður að sjá hag sinn af því að taka þátt. Slíkt er hægt t.d. með hagrænum hvötum eða skattaívilnunum. Leiðin þarf að vera markvissari og skilvirkari. Nýsköpun og verðmætasköpun í loftslagsmálum verður að vera í forgrunni. Það er nefnilega þannig að auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar og endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neytendur og umhverfið. Með því að standa í stað munum við ekki ná árangri, en með því að sækja fram og hvetja fólk og fyrirtæki áfram með okkur eru okkur allir vegir færir. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Umhverfismál Brynja Dan Gunnarsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Ég er einn af eigendum Extraloppunnar sem er lítið og grænt fyrirtæki staðsett í Smáralindinni. Fyrirtæki sem vinnur að umhverfismálum og sýnir samfélagslega ábyrgð þegar kemur að endurnýtingu og minnkun kolefnisspora. Í hvert sinn sem þú kaupir notaðar vörur í stað nýrra minnkar þú koltvísýringsmengun að því er nemur framleiðslu og því flytja vöruna á áfangastað. Breytt hugsun. Við þurfum og við erum að breyta neysluvenjum og hugsunarhætti fólks. Þegar Extraloppan var stofnuð fannst mér það vera lykilatriði. Landsmenn hafa tekið okkur betur en nokkurt okkar þorði að vona. Hringrásin hefur skapast og alltaf fleiri og fleiri ákveða að hefja leitina af því sem vantar, hjá okkur. Um það snýst málið, að við gefum þeim hlutum og fatnaði sem við hyggjumst ekki nota lengra líf og kaupum svo notaða hluti sem bíða þess að fá nýjan eiganda. Hvað hefur sparast? Systurfyrirtæki Extraloppunnar, Barnaloppan, fékk umhverfisverkfræðinga hjá Eflu til þess að reikna fyrir sig kolefnisspor sem hafa sparast með tilkomu verslunarinnar frá 2018-2019. Niðurstaðan er sláandi, rúm 5.000 tonn höfðu sparast í losun koltvísýrings sem jafnast á við 2.500 bíla á einu ári og ætla má að Extraloppan sé með svipaðar tölur. Frá opnun Extraloppunnar árið 2019 hafa selst yfir 400.000 vörur ef við reiknum þetta til dagsins í dag þá eru þetta um 12 - 15.000 tonn sem jafnast á við 6-7.000 bíla á ári. Að endurnýta og endurvinna Á heimsvísu er áætlað að textílneysla hvers jarðarbúa sé um 11 kg og að textíliðnaðurinn valdi um 8% gróðurhúsaáhrifa á jörðinni. Það fara t.d. um 6-8 þúsund lítrar af vatni í að framleiða bómul í einar gallabuxur. Sú aðgerð sem dregur hvað mest úr þessum áhrifum er að endurnýta og endurvinna. Breytingar til hins betra Við þurfum öll að vera meðvituð. Auðvitað finnst okkur öllum skrítið að drekka kókómjólkina með papparöri og það er í eðli mannsins að finnast breytingar erfiðar. Hér áður fyrr flokkuðum við ekki rusl og einu sinni settum við allt í litla plastpoka í grænmetisdeildinni en við venjumst öllu og furðu hratt eins og heimsfaraldurinn hefur sýnt og sannað. Öll þessi litlu skref eru skref í átt að hreinni jörð fyrir okkur og afkomendur okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, og stjórnvöld verða því að örva og hvetja atvinnulífið til þess að leggja sitt af mörkum. Atvinnulífið verður að sjá hag sinn af því að taka þátt. Slíkt er hægt t.d. með hagrænum hvötum eða skattaívilnunum. Leiðin þarf að vera markvissari og skilvirkari. Nýsköpun og verðmætasköpun í loftslagsmálum verður að vera í forgrunni. Það er nefnilega þannig að auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar og endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neytendur og umhverfið. Með því að standa í stað munum við ekki ná árangri, en með því að sækja fram og hvetja fólk og fyrirtæki áfram með okkur eru okkur allir vegir færir. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar