Spurningaleikur, 18 stig í boði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 2. september 2021 13:01 Ýmsir flokkar, sem ég myndi leyfa mér að kalla eins máls- eða eins manns flokka, hafa oftar en ekki haft uppi stór orð varðandi störf ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Ýmist kallað hana kyrrstöðustjórn, stjórn þriggja Framsóknarflokka (sem ég reyndar kann nokkuð vel við) eða stólastjórnina. Orðræðan hefur verið á þann veg að myndun þessarar ríkisstjórnar hafi ekki snúist um annað en völd og stóla og samstöðu um engar breytingar. Í þessu sambandi leyfi ég mér sérstaklega að nefna Evrópusambandsflokkinn, Viðreisn og flokk Sigmundar Davíðs, Miðflokkinn. Leikurinn Að þessu sögðu, þá ákvað ég að setjast niður og rýna nokkuð gaumgæfulega í afrekaskrá stjórnvalda á þessu kjörtímabili og útbúa lítinn spurningaleik fyrir alla; sem þó er ekki tæmandi fyrir þann árangur sem náðst hefur. Nú mæli ég með því að þú, ágæti lesandi, sækir blað og penna og merkir X fyrir framan þann bókstaf sem þú telur geyma rétta svarið. Líkt og í knattspyrnunni eru 3 stig í boði fyrir hvert rétt svar, í heildina heil 18 stig. Gangi þér vel. Spurning #1 Fæðingarorlof í heilt ár. Hvaða flokkur lengdi fæðingarorlofið í 12 mánuði og hækkaði greiðsluhámark úr 370 þúsund krónum í 600 þúsund krónur? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #2 Auðveldari fyrstu íbúðakaup. Hvaða flokkur innleiddi sérstök hlutdeildarlán (einungis 5% útborgun), sem nýja leið fyrir ungt fólk og tekjuminni, til að eignast þak yfir höfuðið? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #3 Nýr menntasjóður. Hvaða flokkur setti á fót nýjan menntasjóð sem er með hærri framfærslu, möguleika á 30 % niðurfellingu höfuðstóls, val um óverðtryggð lán og beinan fjárstuðning við foreldra í námi? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #4 Loftbrúin brúar bilið. Hvaða flokkur innleiddi sérstaka Loftbrú (40% afsláttur af flugfargjaldi þrisvar sinnum á ári); aðgerð til að brúa bilið milli þeirra sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem búa næst þjónustunni sem þar er að finna? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #5 Bylting í málefnum barna. Hvaða flokki tókst að skapa breiða sátt um byltingu í málefnum barna, sem síðar skilaði sér í tímamótalöggjöf vorið 2021 sem tryggir að barnið sé hjartað í kerfinu? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #6 Samgöngusáttmálinn. Hvaða flokki tókst að rjúfa áratuga kyrrstöðu í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu með samkomulagi ríkisins og sex sveitarfélaga sem þar eru? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Höldum áfram að fjárfesta í fólki Leikinn væri hægt að lengja umtalsvert en látum þetta duga í bili enda einungis til gamans gert. Hér má sjá, svo ekki verði um villst, að áherslur Framsóknar á kjörtímabilinu og í ólgusjó Covid, hafa verið að fjárfesta í fólki og innviðum í íslensku samfélagi. Engin kyrrstaða, bara framfarir. Ég vona að þér hafi gengið vel í leiknum og sért með fullt hús stiga. Rétt svar var X fyrir framan B í öllum tilfellum. Ég vil meina að það sé líka hið eina rétta svar á kjördag, þann 25. september næstkomandi. Nú sem fyrr er mikilvægt að halda áfram á veg samvinnu og skynsamlegra lausna. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir flokkar, sem ég myndi leyfa mér að kalla eins máls- eða eins manns flokka, hafa oftar en ekki haft uppi stór orð varðandi störf ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Ýmist kallað hana kyrrstöðustjórn, stjórn þriggja Framsóknarflokka (sem ég reyndar kann nokkuð vel við) eða stólastjórnina. Orðræðan hefur verið á þann veg að myndun þessarar ríkisstjórnar hafi ekki snúist um annað en völd og stóla og samstöðu um engar breytingar. Í þessu sambandi leyfi ég mér sérstaklega að nefna Evrópusambandsflokkinn, Viðreisn og flokk Sigmundar Davíðs, Miðflokkinn. Leikurinn Að þessu sögðu, þá ákvað ég að setjast niður og rýna nokkuð gaumgæfulega í afrekaskrá stjórnvalda á þessu kjörtímabili og útbúa lítinn spurningaleik fyrir alla; sem þó er ekki tæmandi fyrir þann árangur sem náðst hefur. Nú mæli ég með því að þú, ágæti lesandi, sækir blað og penna og merkir X fyrir framan þann bókstaf sem þú telur geyma rétta svarið. Líkt og í knattspyrnunni eru 3 stig í boði fyrir hvert rétt svar, í heildina heil 18 stig. Gangi þér vel. Spurning #1 Fæðingarorlof í heilt ár. Hvaða flokkur lengdi fæðingarorlofið í 12 mánuði og hækkaði greiðsluhámark úr 370 þúsund krónum í 600 þúsund krónur? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #2 Auðveldari fyrstu íbúðakaup. Hvaða flokkur innleiddi sérstök hlutdeildarlán (einungis 5% útborgun), sem nýja leið fyrir ungt fólk og tekjuminni, til að eignast þak yfir höfuðið? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #3 Nýr menntasjóður. Hvaða flokkur setti á fót nýjan menntasjóð sem er með hærri framfærslu, möguleika á 30 % niðurfellingu höfuðstóls, val um óverðtryggð lán og beinan fjárstuðning við foreldra í námi? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #4 Loftbrúin brúar bilið. Hvaða flokkur innleiddi sérstaka Loftbrú (40% afsláttur af flugfargjaldi þrisvar sinnum á ári); aðgerð til að brúa bilið milli þeirra sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem búa næst þjónustunni sem þar er að finna? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #5 Bylting í málefnum barna. Hvaða flokki tókst að skapa breiða sátt um byltingu í málefnum barna, sem síðar skilaði sér í tímamótalöggjöf vorið 2021 sem tryggir að barnið sé hjartað í kerfinu? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Spurning #6 Samgöngusáttmálinn. Hvaða flokki tókst að rjúfa áratuga kyrrstöðu í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu með samkomulagi ríkisins og sex sveitarfélaga sem þar eru? __A Viðreisn __B Framsókn__C Miðflokkur Höldum áfram að fjárfesta í fólki Leikinn væri hægt að lengja umtalsvert en látum þetta duga í bili enda einungis til gamans gert. Hér má sjá, svo ekki verði um villst, að áherslur Framsóknar á kjörtímabilinu og í ólgusjó Covid, hafa verið að fjárfesta í fólki og innviðum í íslensku samfélagi. Engin kyrrstaða, bara framfarir. Ég vona að þér hafi gengið vel í leiknum og sért með fullt hús stiga. Rétt svar var X fyrir framan B í öllum tilfellum. Ég vil meina að það sé líka hið eina rétta svar á kjördag, þann 25. september næstkomandi. Nú sem fyrr er mikilvægt að halda áfram á veg samvinnu og skynsamlegra lausna. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar