Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 18:54 Félagsheimilið Tungusel í Skaftártungu í gærkvöldi. Egill Aðalsteinsson Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá bílamergðina fyrir utan félagsheimilið Tungusel í gærkvöldi. Miðað við hana mætti ætla að mætt hafi verið nánast frá hverjum einasta sveitabæ í Álftaveri og Skaftártungu. Úr hópi frambjóðenda á fundinum mátti sjá Sigurð Inga Jóhannsson frá Framsóknarflokknum, Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Jón Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokknum, og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur frá Vinstri grænum, en hún er jafnframt bóndi í Skaftártungu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Heiða Guðný sú eina úr hópi bænda á fundinum sem lýsti yfir stuðningi við stækkun þjóðgarðsins.Egill Aðalsteinsson Fundurinn var einkum ætlaður heimamönnum en athygli vakti að frambjóðendur mættu einnig, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Að sögn eins fundarmanna boðuðu afréttarnefndir sveitanna til fundarins í skyndi í fyrradag eftir að sveitarstjórn auglýsti óvænt íbúafund um málið, sem fram á að fara á Kirkjubæjarklaustri í kvöld. Tillagan gerir ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður verði stækkaður til suðvesturs.Grafík/Ragnar Visage Spurst hafi út að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi þingkosningar, með stuðningi oddvita, stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd bænda. Segir viðmælandi fréttastofu að aðgerðinni sé augljóslega ætlað að vera einskonar sárabót fyrir að frumvarp um hálendisþjóðgarð varð ekki að lögum. Páll Eggertsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri.Arnar Halldórsson Páll Eggertsson á Mýrum, formaður afréttarnefndar Álftavers og einn fundarboðenda, nefnir sem dæmi að bændur hafi um árabil stundað uppgræðslu á afréttinum. Hann spyr hvort slíkt verði áfram leyft, ef svæðið verður gert að þjóðgarði. Hann segir það almenna kröfu bænda í sveitunum að málinu verði frestað. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps.Einar Árnason Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, staðfestir að stefnt sé að því að klára málið fyrir kosningar. Umhverfisráðuneytið hafi boðið bæði föst stöðugildi og sumarstörf sem og ákveðna uppbyggingu, sem skipti máli fyrir lítið sveitarfélag. Þetta sé tækifæri sem gefist núna og hún telji mikilvægt að grípa það fyrir kosningar. Eva telur áhyggjur bænda óþarfar og segir að engin breyting verði á þeirra stöðu. Fundurinn á Kirkjubæjarklaustri í kvöld um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs er haldinn í Kirkjuhvoli og hefst klukkan 20. Starfsmaður frá Umhverfisráðuneytinu mætir og kynnir tillöguna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skaftárhreppur Hálendisþjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Landbúnaður Skipulag Þjóðgarðar Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2021 13:52 Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. 10. júní 2021 16:41 Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. 14. desember 2020 07:33 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. 13. desember 2020 13:31 Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá bílamergðina fyrir utan félagsheimilið Tungusel í gærkvöldi. Miðað við hana mætti ætla að mætt hafi verið nánast frá hverjum einasta sveitabæ í Álftaveri og Skaftártungu. Úr hópi frambjóðenda á fundinum mátti sjá Sigurð Inga Jóhannsson frá Framsóknarflokknum, Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Jón Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokknum, og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur frá Vinstri grænum, en hún er jafnframt bóndi í Skaftártungu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Heiða Guðný sú eina úr hópi bænda á fundinum sem lýsti yfir stuðningi við stækkun þjóðgarðsins.Egill Aðalsteinsson Fundurinn var einkum ætlaður heimamönnum en athygli vakti að frambjóðendur mættu einnig, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Að sögn eins fundarmanna boðuðu afréttarnefndir sveitanna til fundarins í skyndi í fyrradag eftir að sveitarstjórn auglýsti óvænt íbúafund um málið, sem fram á að fara á Kirkjubæjarklaustri í kvöld. Tillagan gerir ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður verði stækkaður til suðvesturs.Grafík/Ragnar Visage Spurst hafi út að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi þingkosningar, með stuðningi oddvita, stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd bænda. Segir viðmælandi fréttastofu að aðgerðinni sé augljóslega ætlað að vera einskonar sárabót fyrir að frumvarp um hálendisþjóðgarð varð ekki að lögum. Páll Eggertsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri.Arnar Halldórsson Páll Eggertsson á Mýrum, formaður afréttarnefndar Álftavers og einn fundarboðenda, nefnir sem dæmi að bændur hafi um árabil stundað uppgræðslu á afréttinum. Hann spyr hvort slíkt verði áfram leyft, ef svæðið verður gert að þjóðgarði. Hann segir það almenna kröfu bænda í sveitunum að málinu verði frestað. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps.Einar Árnason Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, staðfestir að stefnt sé að því að klára málið fyrir kosningar. Umhverfisráðuneytið hafi boðið bæði föst stöðugildi og sumarstörf sem og ákveðna uppbyggingu, sem skipti máli fyrir lítið sveitarfélag. Þetta sé tækifæri sem gefist núna og hún telji mikilvægt að grípa það fyrir kosningar. Eva telur áhyggjur bænda óþarfar og segir að engin breyting verði á þeirra stöðu. Fundurinn á Kirkjubæjarklaustri í kvöld um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs er haldinn í Kirkjuhvoli og hefst klukkan 20. Starfsmaður frá Umhverfisráðuneytinu mætir og kynnir tillöguna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skaftárhreppur Hálendisþjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Landbúnaður Skipulag Þjóðgarðar Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2021 13:52 Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. 10. júní 2021 16:41 Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. 14. desember 2020 07:33 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. 13. desember 2020 13:31 Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10
Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2021 13:52
Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. 10. júní 2021 16:41
Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. 14. desember 2020 07:33
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11
Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. 13. desember 2020 13:31
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09