Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. september 2021 15:46 Starfsfólk Landspítalans sem er með væg einkenni verður nú að fara beint í PCR-sýnatöku. Einar Árnason Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent