Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. september 2021 15:46 Starfsfólk Landspítalans sem er með væg einkenni verður nú að fara beint í PCR-sýnatöku. Einar Árnason Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40