Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 12:26 Björgunarsveitir hafa tekið upp notkun dróna við leit í fjallendi. Vísir/Vilhelm Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“ Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira