Sáttur við gildandi takmarkanir Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 15:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni. 56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent