Gosið í einni lengstu pásunni hingað til Snorri Másson skrifar 5. september 2021 13:49 Eldgos í Fagradalsfjalli hófst 19. mars. Vísir/Vilhelm Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast. Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14