Allianz til rannsóknar í Þýskalandi og Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 09:20 Umfang rannsóknarinnar í Þýskalandi er sögð hafa aukist að undanförnu. EPA/MARC MUELLER Yfirvöld í Þýskalandi hafa Allianz, eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins til rannsóknar. Rannsóknin snýr að fjárfestingarsjóðum fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem margar lögsóknir þar í landi snúa að þessa dagana. Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér. Þýskaland Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér.
Þýskaland Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira