Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. september 2021 07:00 Ásbjörn Blöndal er formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. aðsend/egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans. „Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ sagði Katrín í hlaðvarpsþætti Mannlífs í síðustu viku. Rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013 í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Vinstri græn héldu utan um umhverfisráðuneytið. Gunnar Gaukur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri VesturVerks, orkufyrirtækis á Ísafirði í eigu HS Orku sem heldur utan um Hvalárvirkjunarverkefnið, gagnrýndi þessi orð Katrínar í samtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í gær og kallaði þau kosningaáróður og bull. Engar grundvallarbreytingar hefðu orðið á áætlunum um virkjunina frá því sem var í rammaáætlun 2. Undarlegt að forsætisráðherra láti slík orð falla Og það tekur Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. Hann áttar sig ekki á því hvaða stækkun forsætisráðherrann vísi til. Vissulega hafi verið gert ráð fyrir að Hvalárvirkjun yrði 37 megavatta virkjun í rammaáætlun 2 en nú sé gert ráð fyrir að hún verði 55 megavatta virkjun. Það sé þó breyting sem hafi engin áhrif á framkvæmdirnar eða umhverfisáhrif virkjunarinnar heldur hafi einfaldlega komið í ljós að hægt væri að vinna meiri orku úr vatni á svæðinu með sömu stíflu og sömu skurðum. „Mér finnst afar sérkennilegt að forsætisráðherra segi svona vegna þess að Alþingi lagði blessun sína á þessar framkvæmdir,“ segir Ásbjörn Blöndal í samtali við fréttastofu. Honum þykir þetta ekki síst undarlegt í ljósi þess að Vinstri græn hafi ríkt yfir umhverfisráðuneytinu þegar rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013. Rammaáætlun 3, þar sem Hvalárvirkjun var orðin 55 megavatta virkjun, var síðan lögð fram í þriðja sinn í fyrra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan, í nóvember 2020. Neikvæðari umhverfisáhrif hafi komið í ljós Fréttastofa spurði Katrínu nánar út í þetta eftir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ég samþykkti að þessi virkjun, eins og henni var lýst þá, færi í nýtingarflokk af því ég studdi áætlunina sem heild. Það þýðir ekki að maður geti ekki haft skoðanir á einstökum virkjanakostum og hvað þeir þýða fyrir umhverfi og landslag á þeim stað,“ sagði Katrín. „Fyrir utan að virkjunin sem síðan var lögð til var umtalsvert stærri en fjallað var um í nýtingarflokki rammaáætlunar.“ Þegar hún var spurð út í orð talsmanna VesturVerks um að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað á framkvæmdinni sjálfri sagði Katrín: „Það var bent á það í umhverfismati framkvæmda, sem lagt er fram eftir að Alþingi samþykkir, að það væru töluvert neikvæðari umhverfisáhrif af þessari virkjun sem auðvitað gerði það að verkum að hún varð umdeild á sínum tíma. En ferlið er þannig að Alþingi samþykkir að skipa virkjunum í biðflokk, nýtingarflokk eða verndarflokk. Umhverfismatið liggur síðar fyrir og þá auðvitað skýrist betur hvernig svona framkvæmdir líta út í raun og veru.“ Óskert víðerni hafi fengið meira vægi í umræðunni Ásbjörn Blöndal furðar sig einnig á þessu: „Það hefur ekkert breyst. Ekkert við nýtingu á vatnasvæðinu eða neitt þess háttar. Þannig að umhverfislega séð og það sem þú tekur upp af landslagi, það er gjörsamlega óbreytt.“ Hann segir umhverfismat auðvitað kafa dýpra ofan í málin en hafi verið lýst í rammaáætlun sjálfri. Þó geti hann ekki fallist á að það umhverfismat hafi sýnt mikið neikvæðari áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið en hafi verið búist við. „Nei, en auðvitað hefur það gerst með tíð og tíma að óbyggðir hafa orðið meira ráðandi í umræðunni, óskert víðerni og svo framvegis. Að því leytinu til… rammaáætlun var kannski ekki mikið að fjalla um það atriði sérstaklega og það er kannski helst það sem mér dettur í hug,“ segir Ásbjörn. Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Árneshreppur Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
„Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ sagði Katrín í hlaðvarpsþætti Mannlífs í síðustu viku. Rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013 í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Vinstri græn héldu utan um umhverfisráðuneytið. Gunnar Gaukur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri VesturVerks, orkufyrirtækis á Ísafirði í eigu HS Orku sem heldur utan um Hvalárvirkjunarverkefnið, gagnrýndi þessi orð Katrínar í samtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í gær og kallaði þau kosningaáróður og bull. Engar grundvallarbreytingar hefðu orðið á áætlunum um virkjunina frá því sem var í rammaáætlun 2. Undarlegt að forsætisráðherra láti slík orð falla Og það tekur Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. Hann áttar sig ekki á því hvaða stækkun forsætisráðherrann vísi til. Vissulega hafi verið gert ráð fyrir að Hvalárvirkjun yrði 37 megavatta virkjun í rammaáætlun 2 en nú sé gert ráð fyrir að hún verði 55 megavatta virkjun. Það sé þó breyting sem hafi engin áhrif á framkvæmdirnar eða umhverfisáhrif virkjunarinnar heldur hafi einfaldlega komið í ljós að hægt væri að vinna meiri orku úr vatni á svæðinu með sömu stíflu og sömu skurðum. „Mér finnst afar sérkennilegt að forsætisráðherra segi svona vegna þess að Alþingi lagði blessun sína á þessar framkvæmdir,“ segir Ásbjörn Blöndal í samtali við fréttastofu. Honum þykir þetta ekki síst undarlegt í ljósi þess að Vinstri græn hafi ríkt yfir umhverfisráðuneytinu þegar rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013. Rammaáætlun 3, þar sem Hvalárvirkjun var orðin 55 megavatta virkjun, var síðan lögð fram í þriðja sinn í fyrra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan, í nóvember 2020. Neikvæðari umhverfisáhrif hafi komið í ljós Fréttastofa spurði Katrínu nánar út í þetta eftir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ég samþykkti að þessi virkjun, eins og henni var lýst þá, færi í nýtingarflokk af því ég studdi áætlunina sem heild. Það þýðir ekki að maður geti ekki haft skoðanir á einstökum virkjanakostum og hvað þeir þýða fyrir umhverfi og landslag á þeim stað,“ sagði Katrín. „Fyrir utan að virkjunin sem síðan var lögð til var umtalsvert stærri en fjallað var um í nýtingarflokki rammaáætlunar.“ Þegar hún var spurð út í orð talsmanna VesturVerks um að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað á framkvæmdinni sjálfri sagði Katrín: „Það var bent á það í umhverfismati framkvæmda, sem lagt er fram eftir að Alþingi samþykkir, að það væru töluvert neikvæðari umhverfisáhrif af þessari virkjun sem auðvitað gerði það að verkum að hún varð umdeild á sínum tíma. En ferlið er þannig að Alþingi samþykkir að skipa virkjunum í biðflokk, nýtingarflokk eða verndarflokk. Umhverfismatið liggur síðar fyrir og þá auðvitað skýrist betur hvernig svona framkvæmdir líta út í raun og veru.“ Óskert víðerni hafi fengið meira vægi í umræðunni Ásbjörn Blöndal furðar sig einnig á þessu: „Það hefur ekkert breyst. Ekkert við nýtingu á vatnasvæðinu eða neitt þess háttar. Þannig að umhverfislega séð og það sem þú tekur upp af landslagi, það er gjörsamlega óbreytt.“ Hann segir umhverfismat auðvitað kafa dýpra ofan í málin en hafi verið lýst í rammaáætlun sjálfri. Þó geti hann ekki fallist á að það umhverfismat hafi sýnt mikið neikvæðari áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið en hafi verið búist við. „Nei, en auðvitað hefur það gerst með tíð og tíma að óbyggðir hafa orðið meira ráðandi í umræðunni, óskert víðerni og svo framvegis. Að því leytinu til… rammaáætlun var kannski ekki mikið að fjalla um það atriði sérstaklega og það er kannski helst það sem mér dettur í hug,“ segir Ásbjörn.
Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Árneshreppur Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05