Þórólfur vill fara hægt í afléttingar Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 15:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum. Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07
Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21