Arnar: ,,Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. september 2021 21:08 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Vísir: Daniel Þór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Mér líður mjög vel. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið nein flugeldasýning. HK gaf okkur góðan leik. Það var smá stress í okkar mönnum í fyrri hálfleik. Mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum en það vantaði smá meiri ákefð og teygja aðeins betur á þeim og fá fleiri sendingar inn fyrir. Fyrsta markið, okkur leið mun betur eftir það.“ Frammistaða Víkings fyrstu mínútur seinni hálfleiks var ekki í takt við það sem sást hafði í fyrri hálfleik. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög sloppy. Þeir voru kraftmiklir fyrstu 10 mínúturnar. Okkar annað mark kom þvert gegn gangi leiksins en eftir þriðja markið þá gátu menn farið að slaka á og leika sér aðeins.“ „Við vildum stjórna leiknum. Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega í fyrri hálfleik en við fengum ekki mikið af færum. Fyrsta markið kom þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Svo vorum við bara sloppy í seinni hálfleik og ég var ekki að fýla það. Það var eins og við værum að bíða eftir að HK myndi jafna leikinn. Elli gerði gott einstaklingsframtak og kom okkur aftur inn í leikinn.“ Með sigri í dag færist Víkingur nær Íslandsmeistaratitlinum. Til þess að landa titlinum þurfa þeir að vinna næstu tvo leiki sem eru við KR og Leikni en einnig að stóla á að Breiðablik misstígi sig. „Við þurfum að halda fókus. Þessi dagur er búinn að vera fullkominn hingað til. Ronaldo gerði mark fyrir liðið mitt, United og við unnum núna. Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram. Það er ótrúlegur fókus í strákunum í dag og við þurfum að halda okkar striki og þá gerast vonandi góðir hlutir,“ sagði Arnar að lokum. Víkingur Reykjavík HK Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið nein flugeldasýning. HK gaf okkur góðan leik. Það var smá stress í okkar mönnum í fyrri hálfleik. Mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum en það vantaði smá meiri ákefð og teygja aðeins betur á þeim og fá fleiri sendingar inn fyrir. Fyrsta markið, okkur leið mun betur eftir það.“ Frammistaða Víkings fyrstu mínútur seinni hálfleiks var ekki í takt við það sem sást hafði í fyrri hálfleik. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög sloppy. Þeir voru kraftmiklir fyrstu 10 mínúturnar. Okkar annað mark kom þvert gegn gangi leiksins en eftir þriðja markið þá gátu menn farið að slaka á og leika sér aðeins.“ „Við vildum stjórna leiknum. Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega í fyrri hálfleik en við fengum ekki mikið af færum. Fyrsta markið kom þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Svo vorum við bara sloppy í seinni hálfleik og ég var ekki að fýla það. Það var eins og við værum að bíða eftir að HK myndi jafna leikinn. Elli gerði gott einstaklingsframtak og kom okkur aftur inn í leikinn.“ Með sigri í dag færist Víkingur nær Íslandsmeistaratitlinum. Til þess að landa titlinum þurfa þeir að vinna næstu tvo leiki sem eru við KR og Leikni en einnig að stóla á að Breiðablik misstígi sig. „Við þurfum að halda fókus. Þessi dagur er búinn að vera fullkominn hingað til. Ronaldo gerði mark fyrir liðið mitt, United og við unnum núna. Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram. Það er ótrúlegur fókus í strákunum í dag og við þurfum að halda okkar striki og þá gerast vonandi góðir hlutir,“ sagði Arnar að lokum.
Víkingur Reykjavík HK Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti