Hugrekki til að vera græn! Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 14. september 2021 07:01 Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná. En til þess að geta nýtt græna orku í atvinnulífi eða samgöngum þá verður að framleiða hana. Þetta er kjarninn í grein sem ég skrifaði á þessum vettvangi ekki alls fyrir löngu. Ég benti á að ef við ætlum að vera forystuþjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Lykillinn að velsæld Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum að losa orkumálin úr stöðnun síðustu ára og horfa á það sem máli skiptir. Við verðum að hugsa og nálgast málin af skynsemi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir sem koma sér vel umhverfið og komandi kynslóðir. Loftslagsmál, orkuskipti og öflugt grænt atvinnulíf um allt land eru lykilatriði í farsæld okkar á næstu árum. Breytingum í átt til grænna atvinnulífs og umhverfisvænni samgangna fylgir margvíslegur ávinningur fyrir land og þjóð. Þótt mest sé horft á loftslagsmálin þarf vart að tíunda hver gjaldeyrissparnaðurinn verður af því að keyra allar innlendar samgöngur á grænni innlendri orku í stað innfluttra og mengandi orkugjafa. Fyrirséð er að á næstu árum þurfum við að taka enn stærri skref en áður í átt til grænnar atvinnustarfsemi og grænna samfélags. Græn framsókn í orkumálum Hér á Íslandi eru vatns-, jarðvarma- og vindorka þeir möguleikar sem vænlegastir eru. Við höfum sýnt að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna og á sama tíma umgangast landið okkar af virðing og varfærni. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að útvega aukna græna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu kostina. Við megum ekki vera feimin við að ræða málin og spyrja erfiðra spurninga. Stöðnun er ekki í boði. Það þarf græna framsókn í orkumálum. Það þarf hugrekki til að taka fumlausar ákvarðanir til hagsbóta fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Orkumál Umhverfismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná. En til þess að geta nýtt græna orku í atvinnulífi eða samgöngum þá verður að framleiða hana. Þetta er kjarninn í grein sem ég skrifaði á þessum vettvangi ekki alls fyrir löngu. Ég benti á að ef við ætlum að vera forystuþjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Lykillinn að velsæld Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum að losa orkumálin úr stöðnun síðustu ára og horfa á það sem máli skiptir. Við verðum að hugsa og nálgast málin af skynsemi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir sem koma sér vel umhverfið og komandi kynslóðir. Loftslagsmál, orkuskipti og öflugt grænt atvinnulíf um allt land eru lykilatriði í farsæld okkar á næstu árum. Breytingum í átt til grænna atvinnulífs og umhverfisvænni samgangna fylgir margvíslegur ávinningur fyrir land og þjóð. Þótt mest sé horft á loftslagsmálin þarf vart að tíunda hver gjaldeyrissparnaðurinn verður af því að keyra allar innlendar samgöngur á grænni innlendri orku í stað innfluttra og mengandi orkugjafa. Fyrirséð er að á næstu árum þurfum við að taka enn stærri skref en áður í átt til grænnar atvinnustarfsemi og grænna samfélags. Græn framsókn í orkumálum Hér á Íslandi eru vatns-, jarðvarma- og vindorka þeir möguleikar sem vænlegastir eru. Við höfum sýnt að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna og á sama tíma umgangast landið okkar af virðing og varfærni. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að útvega aukna græna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu kostina. Við megum ekki vera feimin við að ræða málin og spyrja erfiðra spurninga. Stöðnun er ekki í boði. Það þarf græna framsókn í orkumálum. Það þarf hugrekki til að taka fumlausar ákvarðanir til hagsbóta fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun