Karlmaður með endómetríósu??? Guðjón R. Sveinsson skrifar 13. september 2021 20:30 Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg. En hvernig væri ástandið á okkur ef þetta ,,högg“ kæmi innvortis og við fengum ekkert við þetta ráðið og þetta væru jafnvel mörg högg í röð? Við vitum að við erum að fara fá höggið, vitum samt ekki nákvæma tímasetningu á því en vitum að það er að koma. Viðbrögðin við slíku höggi er að við engjumst um og kveljumst af miklum sársauka, verkir í maga og ælutilfinningin. Þetta er að margra mati eitt það allra versta sem hægt er að lenda í. En hafandi horft á eiginkonu mína, og núna 12 ára dóttur mína, engjast um í tíma og ótíma útaf skelfilegum verkjum, liggja á baðherbergisgólfinu með tárin í augunum, kastandi upp í verkjaköstum að þá er þetta eins og að horfa á karlmann fá spark í klofið aftur og aftur og aftur, föst högg og beint á réttan stað. Þetta er það sem kvenfólk með endómetríósu er að upplifa. Gífurlegur sársauki sem ég sem eiginmaður og faðir get ekkert gert til að hjálpa með. Eins og þetta hafi ekki verið nægjanlega slæm lýsing að þá er kannski rétt að geta þess að þessi lýsing er jafnvel eftir að búið er að taka inn verkjatöflur. Ég horfi á konurnar mínar engjast um í sársaukaköstum og spyr þá um leið hvað hægt er að gera? Skurðaðgerðir eru ein leið til að reyna koma í veg fyrir verkina en þá er verið að reyna fjarlægja blöðrur sem springa inn í líkama kvenna með tilheyrandi sársauka. En væri ekki fínt að komast í slíka aðgerð? Verst að á Íslandi eru engir sérvottaðir skurðlæknar í endómetríósu og Tryggingastofnun ríkisins aðstoðar konurnar ekki við að komast erlendis í aðgerð. Skv. reglum TR virðist vera heimilt að sækja í aðgerðir erlendis sem ekki er hægt eða ekki eru framkvæmdar hérlendis. En konur með endómetríósu virðast ekki falla þarna undir jafnvel þó flóknari skurðlækningar í endómetríósu séu ekki í boða á Íslandi og því vart hægt að segja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis.Hvers virði er ein íslensk kona sem þjáist af endómetríósu? Þær geta fallið í nokkra flokka, þurft á verkjalyfjum að halda allt sitt líf vegna þess, þurft á þunglyndislyfjum að halda vegna rangrar sjúkdómsgreiningar annars vegar og álags vegna sjúkdómsins hinsvegar. Þær missa sumar ótal marga daga úr vinnu vegna sjúkdómsins eða verða einfaldlega öryrkjar. Allt er þetta gífurlegur kostnaður fyrir ríkið sem þó hægt væri að draga talsvert úr og breyta t.d. öryrkjum yfir í virka aðila í atvinnulífinu. Hagur ríkisins er ótvíræður að ógleymdum hag þeirra kvenna sem við sjúkdóminn etja. Við aðstandendur getum lítið gert annað en að vera til staðar, reyna sína stuðning og skilning og trúið mér, bara það getur verið gríðarlega erfitt. En þær þurfa að fá skilning ríkisins líka svo mögulega hægt verði að koma í veg fyrir þetta skelfilega mein sem endómetríósa er. Höfundur er aðstandandi kvenna með endometriósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg. En hvernig væri ástandið á okkur ef þetta ,,högg“ kæmi innvortis og við fengum ekkert við þetta ráðið og þetta væru jafnvel mörg högg í röð? Við vitum að við erum að fara fá höggið, vitum samt ekki nákvæma tímasetningu á því en vitum að það er að koma. Viðbrögðin við slíku höggi er að við engjumst um og kveljumst af miklum sársauka, verkir í maga og ælutilfinningin. Þetta er að margra mati eitt það allra versta sem hægt er að lenda í. En hafandi horft á eiginkonu mína, og núna 12 ára dóttur mína, engjast um í tíma og ótíma útaf skelfilegum verkjum, liggja á baðherbergisgólfinu með tárin í augunum, kastandi upp í verkjaköstum að þá er þetta eins og að horfa á karlmann fá spark í klofið aftur og aftur og aftur, föst högg og beint á réttan stað. Þetta er það sem kvenfólk með endómetríósu er að upplifa. Gífurlegur sársauki sem ég sem eiginmaður og faðir get ekkert gert til að hjálpa með. Eins og þetta hafi ekki verið nægjanlega slæm lýsing að þá er kannski rétt að geta þess að þessi lýsing er jafnvel eftir að búið er að taka inn verkjatöflur. Ég horfi á konurnar mínar engjast um í sársaukaköstum og spyr þá um leið hvað hægt er að gera? Skurðaðgerðir eru ein leið til að reyna koma í veg fyrir verkina en þá er verið að reyna fjarlægja blöðrur sem springa inn í líkama kvenna með tilheyrandi sársauka. En væri ekki fínt að komast í slíka aðgerð? Verst að á Íslandi eru engir sérvottaðir skurðlæknar í endómetríósu og Tryggingastofnun ríkisins aðstoðar konurnar ekki við að komast erlendis í aðgerð. Skv. reglum TR virðist vera heimilt að sækja í aðgerðir erlendis sem ekki er hægt eða ekki eru framkvæmdar hérlendis. En konur með endómetríósu virðast ekki falla þarna undir jafnvel þó flóknari skurðlækningar í endómetríósu séu ekki í boða á Íslandi og því vart hægt að segja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis.Hvers virði er ein íslensk kona sem þjáist af endómetríósu? Þær geta fallið í nokkra flokka, þurft á verkjalyfjum að halda allt sitt líf vegna þess, þurft á þunglyndislyfjum að halda vegna rangrar sjúkdómsgreiningar annars vegar og álags vegna sjúkdómsins hinsvegar. Þær missa sumar ótal marga daga úr vinnu vegna sjúkdómsins eða verða einfaldlega öryrkjar. Allt er þetta gífurlegur kostnaður fyrir ríkið sem þó hægt væri að draga talsvert úr og breyta t.d. öryrkjum yfir í virka aðila í atvinnulífinu. Hagur ríkisins er ótvíræður að ógleymdum hag þeirra kvenna sem við sjúkdóminn etja. Við aðstandendur getum lítið gert annað en að vera til staðar, reyna sína stuðning og skilning og trúið mér, bara það getur verið gríðarlega erfitt. En þær þurfa að fá skilning ríkisins líka svo mögulega hægt verði að koma í veg fyrir þetta skelfilega mein sem endómetríósa er. Höfundur er aðstandandi kvenna með endometriósu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun