Skoðun

Verum öll tengd

Sólrún Kristjánsdóttir skrifar

Veitur dreifa ómissandi lífsgæðum til fólks á hverjum degi. Við berum ábyrgð á því að fólk geti hitað húsin sín, farið í heitt bað, geti kveikt ljósin, sturtað niður og fái hreint vatn úr krönunum. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að barnabörnin okkar og þeirra barnabörn muni líka búa við þessi ómissandi lífsgæði.

Ört stækkandi samfélag kallar á betri nýtingu, miklar nýframkvæmdir og öflugt viðhald á dreifikerfinu. Af hverju? Jú til þess að tryggja komandi kynslóðum örugga afhendingu á heitu vatni, rafmagni, sjálfbærri fráveitu og heilnæmu neysluvatni. Þegar við erum tengd getum við öll notið þessara lífsgæða .

Lífsnauðsynlegir innviðir til framtíðar

Áreiðanlegir innviðir kalla á kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum. Undanfarin ár hefur samfélagið okkar vaxið gríðarlega og á sama tíma hefur viðhaldsþörf aukist. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða á þjónustusvæði Veitna sem kallar á stækkun flutningskerfisins og markvissa jarðhitaleit til að tryggja örugga afhendingu á heitu vatni svo dæmi sé tekið. Orkuskipti þjóðarinnar er einnig risavaxið viðfangsefni sem kallar á aukna aflgetu í rafmagni og styrkingu dreifikerfisins sem mun anna þessari miklu eftirspurn.

Við vitum hvað þarf að gera. Fjárfestingaáætlun Veitna í ár er áætluð 17,5 ma kr. Fjárfestingar tímabils 2026-2030 eru áætlaðar 110,5 ma kr. Um er að ræða nauðsynlega uppbyggingu og endurnýjun sem tryggir öryggi og afhendingu til framtíðar.

Fjárfestingar Veitna gera ráð fyrir að standa undir áætlunum um stækkun veitusvæðisins, endurnýjun eldri dreifi- og stofnkerfa, uppbyggingu nýrra þéttingarsvæða, jarðhitaleit til að standa undir vexti, fjárfestingum vegna orkuskipta og auknum kröfum um vatnsvernd og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt.

Við þurfum nefnilega öll að vera tengd. Í dag og til framtíðar.

Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.




Skoðun

Sjá meira


×