Handbolti

Öruggt hjá Val sem er kominn í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll og félagar eru komnir í undanúrslit.
Björgvin Páll og félagar eru komnir í undanúrslit. Vísir/Hulda Margrét

Valur var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta. Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn með öruggum tíu marka sigri á FH 34-24.

Leikur kvöldsins var í raun aldrei spennandi, Valur náði snemma upp góðri forystu sem liðið lét aldrei af hendi. Munurinn var orðinn fimm mörk strax eftir tíu mínútna leik, staðan þá 8-3 Val í vil. Er flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan orðin 17-11 og í raun ljóst í hvað stefndi.

Munurinn fór niður í þrjú mörk á einum tímapunkti í síðari hálfleik en nær komust gestirnir úr Hafnafirði ekki. Heimamenn stigu á bensíngjöfina og stungu af, lokatölur 34-24.

Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson skoruðu níu mörk hvor í liði Vals. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson tíu skot í markinu og Sakai Motoki varði fimm af þeim níu sem hann fékk á sig.

Hjá FH var Ásbjörn Friðriksson markahæstur með sex mörk meðan markvarslan var lítil sem engin.

Valur er komið í undanúrslit Coca Cola-bikars karla ásamt Stjörnunni, Fram og Aftureldingu. Undanúrslitaleikirnir fara fram 30. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Fram og Afturelding í undanúrslit

Fram og Afturelding fylgdu í fótspor Stjörnunnar og tryggð sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta. Fram lagði ÍR 36-30 á meðan Afturelding vann nágranna sína í Fjölni með fimm mörkum, 35-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×