Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 14. september 2021 09:00 Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mannréttindi Félagsmál Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun