Handbolti

Haukar og Valur með góða sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lovísa skoraði fimm mörk í dag.
Lovísa skoraði fimm mörk í dag. Vísir/Hulda Margrét

Haukar og Valur hófu tímabilið í Olís deild kvenna á góðum sigrum í dag. Valur lagði Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 20-31. Haukar unnu svo sex marka sigur á HK, 21-15.

Leikur Vals í Mosfellsbæ var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en aðeins munaði þremur mörkum á liðum í hálfleik, staðan þá 12-15. Í síðari hálfleik keyrðu Valskonur yfir nýliða Aftureldingar og unnu öruggan 11 marka sigur, 31-20.

Auður Ester Gestsdóttir skoraði sjö mörk í liði Vals á meðan Lovísa Thompson og Hildigunnar Einarsdóttir skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Aftureldingu voru þær Sylvía Björt Blöndal og Susan Gamboa markahæstar með sex mörk hvor.

Þá unnu Haukar sex marka sigur á HK, lokatölur 21-15. HK var einu marki yfir í hálfleik, staðan þá 9-8. Í þeim síðari lokaði Haukavörnin einfaldlega á HK og fór það svo að Haukar unnu sannfærandi sigur, 21-15.

Birta Lind Jóhannsdóttir skoraði sjö mörk í liði Hauka. Þar á eftir kom Ásta Björt Júlíusdóttir með sex mörk. Hjá HK var Þóra María Sigurjónsdóttir markahæst með fjögur mörk.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×