Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 22:25 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira