Brenner da Silva kom heimamönnum í FC Cincinnati yfir strax á fjórðu mínútu áður en Keaton Parks jafnaði metin stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Guðmundi.
Það var svo Valentin Castellanos sem tryggði New York City sigurinn með marki af vítapunktinum eftir klukkutíma leik.
Alvaro Barreal fékk að líta rauða spjaldið í liði heimamanna á 85. mínútu, og á fimmtu mínútu uppbótartíma fór samherji hans, Isaac Atanga, sömu leið. FC Cincinnati lauk því leik með aðeins níu leikmenn á vellinum.
Guðmundur og félagar sitja nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 38 stig, 18 stigum frá toppliði New England Revolution sem Arnór Invi Traustason leikur með. FC Cincinnati situr í næst neðsta sæti með 20 stig.