Fjölbreytni, ekki einsleitni Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson skrifa 22. september 2021 14:30 Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað. Helsta undantekningin frá þessu var Reykjavíkurlistinn, sem samanstóð af mörgum flokkum sem buðu fram sameiginlega stefnuskrá og lista, með það að markmiði að fella ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurmódelið Svo var það vorið 2014, þegar Besti flokkurinn og Samfylking höfðu verið í meirihluta í fjögur ár. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu marglýst því yfir að þeir vildu halda samstarfinu áfram eftir kosningar en úrslitin gerðu þeim það svo ekki kleift. Það vantaði einn borgarfulltrúa uppá. Við undirrituð komumst þannig bæði í oddastöðu og áttum samkvæmt hefðinni að keppast um hvort okkar hreppti hnossið – að fá að vera með í meirihlutanum. En við ákváðum að gera það ekki. Morguninn eftir kosningar töluðum við saman og ákváðum að fara ekki án hvors annars í meirihlutasamstarf. Fyrir utan að við höfðum lítinn áhuga á að vera uppfyllingarefni gegn minnstu mögulegu áhrifum, þá töldum við einlæglega að áherslur beggja flokka, Vinstri grænna og Pírata, ættu erindi inn í meirihlutann. Við trúðum því bæði að Vinstri græn myndu stuðla að grænni og femínískari ákvörðunum og að Píratar myndu stuðla að auknu gagnsæi og aukinni virkni borgarbúa og þar með styrkja lýðræðið. Við þurftum ekki að gera þetta, vorum ekki neydd til þess stöðunnar vegna. Við töldum þetta einfaldlega vera bestu leiðina. Úr varð, að myndaður var meirihluti fjögurra flokka sem vann vel saman og lagði grunninn að því sem nú er kallað Reykjavíkurmódelið. Það var auðvitað flókið og úrlausnarefnin mörg, en upphafssetningar meirihlutasáttmálans, sem við tókum okkur rúman tíma til að móta og skrifa, vísuðu okkur alltaf veginn að bestu mögulegu niðurstöðu: „Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“ Breyttir tímar Fáflokkahefðin er í raun alveg ótrúlega gamaldags og stríðir gegn öllu því sem telst til góðra stjórnunarhátta, enda sýna rannsóknir á sviði stjórnunarfræða að fjölbreytt sjónarmið og aðferðir tryggja bestan árangur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er vissulega vesen, krefst þolinmæði, umburðarlyndis og vilja til að hlusta og læra og prófa hluti sem jafnvel hafa verið prófaðir áður en voru kannski bara ekki tímabærir þá. En vesenið er vel á sig leggjandi, eiginlega nauðsynlegt, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Við vitum auðvitað að pólítík snýst um hugmyndafræði. Það flækir málið, enda verða málamiðlanirnar erfiðari eftir því sem fara þarf lengra yfir hina pólítísku ása. Núverandi ríkisstjórn sýnir það glögglega, þar sem hugsjónir þessara gerólíku flokka ná sjaldan fram að ganga. Sum okkar líta á það sem stöðugleika, önnur sem kyrrstöðu. En þessi ríkisstjórn var líka mynduð á gamaldags grunni. Fæð flokka skipti meira máli en hugmyndafræði. Það þótti of mikið vesen að skapa traust milli margra flokka, deila völdum á marga flokka og taka inn sjónarmið margra flokka. Kyrrstöðuríkisstjórn fæstu mögulegu flokka var einfaldasta lausnin en hún var ekkert endilega besta lausnin. Ríkisstjórn næsta kjörtímabils Við undirrituð erum ekki lengur í borgarstjórn, heldur höfum við iðkað okkar pólítík með öðrum hætti undanfarin ár. En við erum sammála um að ákvörðun okkar, vansvefta eftir spennandi kosninganótt, hafi verið farsæl. Við trúum því einlæglega að það sé gott og mikilvægt að margir flokkar vinni saman, að því gefnu að þeir hafi einhverja sameiginlega sýn. Þetta módel hefur haldið áfram í borgarstjórn og það getur verið fyrirmynd á Alþingi. Við vonum að þetta greinarkorn verði forystufólki stjórnmálaflokkanna hvatning til að taka framsýnar ákvarðanir eftir kosningar, þó þær gætu orðið flóknar og krefjandi. Við trúum því að hér verði hægt að mynda ríkisstjórn fjölbreyttra sjónarmiða, helst með ölllum þeim flokkum sem nú bjóða fram og hafa græn, femínísk og lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnHalldór Auðar Svansson, fyrrverandi oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað. Helsta undantekningin frá þessu var Reykjavíkurlistinn, sem samanstóð af mörgum flokkum sem buðu fram sameiginlega stefnuskrá og lista, með það að markmiði að fella ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurmódelið Svo var það vorið 2014, þegar Besti flokkurinn og Samfylking höfðu verið í meirihluta í fjögur ár. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu marglýst því yfir að þeir vildu halda samstarfinu áfram eftir kosningar en úrslitin gerðu þeim það svo ekki kleift. Það vantaði einn borgarfulltrúa uppá. Við undirrituð komumst þannig bæði í oddastöðu og áttum samkvæmt hefðinni að keppast um hvort okkar hreppti hnossið – að fá að vera með í meirihlutanum. En við ákváðum að gera það ekki. Morguninn eftir kosningar töluðum við saman og ákváðum að fara ekki án hvors annars í meirihlutasamstarf. Fyrir utan að við höfðum lítinn áhuga á að vera uppfyllingarefni gegn minnstu mögulegu áhrifum, þá töldum við einlæglega að áherslur beggja flokka, Vinstri grænna og Pírata, ættu erindi inn í meirihlutann. Við trúðum því bæði að Vinstri græn myndu stuðla að grænni og femínískari ákvörðunum og að Píratar myndu stuðla að auknu gagnsæi og aukinni virkni borgarbúa og þar með styrkja lýðræðið. Við þurftum ekki að gera þetta, vorum ekki neydd til þess stöðunnar vegna. Við töldum þetta einfaldlega vera bestu leiðina. Úr varð, að myndaður var meirihluti fjögurra flokka sem vann vel saman og lagði grunninn að því sem nú er kallað Reykjavíkurmódelið. Það var auðvitað flókið og úrlausnarefnin mörg, en upphafssetningar meirihlutasáttmálans, sem við tókum okkur rúman tíma til að móta og skrifa, vísuðu okkur alltaf veginn að bestu mögulegu niðurstöðu: „Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“ Breyttir tímar Fáflokkahefðin er í raun alveg ótrúlega gamaldags og stríðir gegn öllu því sem telst til góðra stjórnunarhátta, enda sýna rannsóknir á sviði stjórnunarfræða að fjölbreytt sjónarmið og aðferðir tryggja bestan árangur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er vissulega vesen, krefst þolinmæði, umburðarlyndis og vilja til að hlusta og læra og prófa hluti sem jafnvel hafa verið prófaðir áður en voru kannski bara ekki tímabærir þá. En vesenið er vel á sig leggjandi, eiginlega nauðsynlegt, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu. Við vitum auðvitað að pólítík snýst um hugmyndafræði. Það flækir málið, enda verða málamiðlanirnar erfiðari eftir því sem fara þarf lengra yfir hina pólítísku ása. Núverandi ríkisstjórn sýnir það glögglega, þar sem hugsjónir þessara gerólíku flokka ná sjaldan fram að ganga. Sum okkar líta á það sem stöðugleika, önnur sem kyrrstöðu. En þessi ríkisstjórn var líka mynduð á gamaldags grunni. Fæð flokka skipti meira máli en hugmyndafræði. Það þótti of mikið vesen að skapa traust milli margra flokka, deila völdum á marga flokka og taka inn sjónarmið margra flokka. Kyrrstöðuríkisstjórn fæstu mögulegu flokka var einfaldasta lausnin en hún var ekkert endilega besta lausnin. Ríkisstjórn næsta kjörtímabils Við undirrituð erum ekki lengur í borgarstjórn, heldur höfum við iðkað okkar pólítík með öðrum hætti undanfarin ár. En við erum sammála um að ákvörðun okkar, vansvefta eftir spennandi kosninganótt, hafi verið farsæl. Við trúum því einlæglega að það sé gott og mikilvægt að margir flokkar vinni saman, að því gefnu að þeir hafi einhverja sameiginlega sýn. Þetta módel hefur haldið áfram í borgarstjórn og það getur verið fyrirmynd á Alþingi. Við vonum að þetta greinarkorn verði forystufólki stjórnmálaflokkanna hvatning til að taka framsýnar ákvarðanir eftir kosningar, þó þær gætu orðið flóknar og krefjandi. Við trúum því að hér verði hægt að mynda ríkisstjórn fjölbreyttra sjónarmiða, helst með ölllum þeim flokkum sem nú bjóða fram og hafa græn, femínísk og lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnHalldór Auðar Svansson, fyrrverandi oddviti Pírata í borgarstjórn
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun