Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:00 Ef til vill er Ronnie Brunswijk númer 61 því styttist í 61. afmælisdaginn. Marca Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist. Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn. Fótbolti Súrínam Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn.
Fótbolti Súrínam Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira